Sigurinn glæsti í gær gæti losað strákana okkar við Frakka eða Dani Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Elvar Örn Jónsson fór á kostum í seinni hálfleik gegn Portúgal í sigrinum dýrmæta. Vísir/Hulda Margrét Með hinum frábæra 32-23 sigri á Portúgal í gær fór Ísland langt með að tryggja sér sæti á EM í handbolta í janúar að ári liðnu. Sigurinn gefur liðinu líka betri möguleika á mótinu sjálfu. Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Sjá meira
Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári.
Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka.
Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Sjá meira