Sigurinn glæsti í gær gæti losað strákana okkar við Frakka eða Dani Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Elvar Örn Jónsson fór á kostum í seinni hálfleik gegn Portúgal í sigrinum dýrmæta. Vísir/Hulda Margrét Með hinum frábæra 32-23 sigri á Portúgal í gær fór Ísland langt með að tryggja sér sæti á EM í handbolta í janúar að ári liðnu. Sigurinn gefur liðinu líka betri möguleika á mótinu sjálfu. Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári.
Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka.
Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira