Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2021 11:25 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 verður aðeins aðgengilegur áskrifendum frá og með 18. janúar. Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira