Vandræðin aukast vegna veirunnar en NBA heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:30 Anthony Davis fór mikinn í Texas í nótt. Getty/Carmen Mandato Þó að leikmannahópar nokkurra NBA-liða hafi þynnst og að í gær hafi þurft að fresta leik Boston Celtics og Miami Heat, vegna kórónuveirusmita eða gruns um smit, stendur ekki til að stöðva keppni í deildinni. Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn