Elliði segir talsmenn Stjórnarskrárfélagsins nota sömu aðferð og Trump Eiður Þór Árnason skrifar 10. janúar 2021 21:02 Elliði Vignisson segir talsmenn Stjórnarskrárfélagsins boða byltingu þar sem yfirtaka eigi Alþingi. Aðsend Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sakar forsvarsmenn Stjórnarskrárfélagsins um að nota sömu aðferð og Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, í baráttu sinni fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi setur hann mótmælin á Austurvelli í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 í samhengi við árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið síðasta miðvikudag. „Hinn ömurlegi atburður í Washington þar sem skríll réðst inn í þinghúsið hefur vakið heimsathygli. Það er eðlilegt enda flestu skynsömu fólki ljós sú hætta sem lýðræðinu er búið þegar múgurinn tekur völdin í sínar hendur.“ Segir talsmenn félagsins boða byltingu „Hér á Íslandi sáum við þetta skýrt eftir fjármálahrunið þegar friðsöm og sjálfsögð mótmæli snerust upp í ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum, innrás í þinghúsið, árásir á lögregluna og önnur skrílslæti. Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins í þá átt sem þau telja heppilegri.“ Þá bætir Elliði við að það sé þekkt aðferð að beita fólki sem telji sig vera órétti beitt „til óhæfuverka.“ „Hitler taldi Þjóðverjum trú um að þjóðin væri misrétti beitt og atti henni þannig í hroðaverk, Trump taldi stuðningsmönnum sínum trú um kosningasvik og sendu skríl til árásar við þinghúsið, vinstrimenn á Íslandi héldu því á lofti að Alþingi bæri höfuðorsök á hruninu og breyttu annars réttmætri reiði í heift sem leiddi til ofbeldis. Dæmin eru víða, misalvarleg en eiga það sammerkt að notfæra sér grunnhvatir svo sem reiði til stjórnunar á hóphegðun.“ Þau sem gagnrýni Trump geti ekki stutt framgöngu Katrínar Elliði sakar talsmenn Stjórnarskrárfélagsins um að nota áðurnefnda aðferð í baráttu sinni og vísar meðal annars til ræðu sem Katrín Oddsdóttir, núverandi formaður félagsins, flutti á Austurvelli þann 22. nóvember 2008. „Þar boðaði hún að réttkjörin stjórnvöld yrðu sett af með góðu eða illu. Orðrétt sagði hún að þetta yrði gert: „...með því að brjóta þau landslög sem þið hafið sett.... og með því að bera ykkur út úr þeim opinberu byggingum sem þið felið ykkur í ef þess þarf.“ Stuttu síðar var ráðist á þinghúsið, lögreglustöðina og fleira,“ segir Elliði í grein sinni. „Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Katrínar.“ Katrín Oddsdóttir, manréttindalögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins.Vísir Ræðu Katrínar, sem var flutt fyrir tíma Stjórnarskrárfélagsins, má finna á vef samtakanna Raddir fólksins. Þar eru aðgerðirnar sem Elliði nefnir sagðar vera meðal þeirra leiða sem fólk geti nýtt til að „kjósa á annan hátt“ ef sitjandi ríkisstjórn myndi ekki efna til kosninga á næstunni. Sömuleiðis vísar Elliði til orða hæstaréttarlögmannsins Ragnars Aðalsteinssonar sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni í október síðastliðnum. „Þar lýsti Ragnar því fjálglega að valdarán væri ein möguleg leið til að hann og hans fólk næðu markmiðum um að breyta réttarríkinu í þá átt sem þau telja gæfulega. Orðrétt sagði Ragnar: „Þess vegna verðum við að ná þessu valdi, verðum að ná þessu af þinginu. Ná þessu valdi af stjórnmálamönnunum.“ Og stuttu síðar „ ...ef þjóðin er áköf um að ná til sín þessu valdi sem hún hefur eðli málsins til þess þá verður hún að taka völdin“ og svo: „Það er valdarán, það þarf að sjálfsögðu ekki að vera neitt blóðugt.““ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Vísir/Vilhelm Langflestir stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár til fyrirmyndar Elliði segir að lokum að það fólk sem hafi mætt á Austurvöll árið 2008 hafi almennt verið til fyrirmyndar og að hið sama megi segja um kjósendur Trumps auk „lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni.“ „Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins. Þegar þau snúa reiði í heift á forsendum meints óréttlætis og byrja að skilgreina hvenær óréttlætið sé með þeim hætti að ofbeldi sé réttlætanlegt. Þegar þau hvetja til ofbeldis og árása á lýðræðið. Slíkt ber að fordæma. Ekkert réttlætir slíka framgöngu, sama hvert hugðarefnið er og sama hvaðan reiðin er runninn.“ Stjórnarskrá Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Demókratar undirbúa ákæru fyrir embættisbrot Demókratar á bandaríska þinginu hyggjast gefa út ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hans þátt í óeirðunum sem urðu í og við þinghúsið á miðvikudag ef forsetinn segir ekki tafarlaust af sér. 9. janúar 2021 08:01 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Í skoðanagrein sem birtist á Vísi setur hann mótmælin á Austurvelli í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 í samhengi við árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið síðasta miðvikudag. „Hinn ömurlegi atburður í Washington þar sem skríll réðst inn í þinghúsið hefur vakið heimsathygli. Það er eðlilegt enda flestu skynsömu fólki ljós sú hætta sem lýðræðinu er búið þegar múgurinn tekur völdin í sínar hendur.“ Segir talsmenn félagsins boða byltingu „Hér á Íslandi sáum við þetta skýrt eftir fjármálahrunið þegar friðsöm og sjálfsögð mótmæli snerust upp í ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum, innrás í þinghúsið, árásir á lögregluna og önnur skrílslæti. Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins í þá átt sem þau telja heppilegri.“ Þá bætir Elliði við að það sé þekkt aðferð að beita fólki sem telji sig vera órétti beitt „til óhæfuverka.“ „Hitler taldi Þjóðverjum trú um að þjóðin væri misrétti beitt og atti henni þannig í hroðaverk, Trump taldi stuðningsmönnum sínum trú um kosningasvik og sendu skríl til árásar við þinghúsið, vinstrimenn á Íslandi héldu því á lofti að Alþingi bæri höfuðorsök á hruninu og breyttu annars réttmætri reiði í heift sem leiddi til ofbeldis. Dæmin eru víða, misalvarleg en eiga það sammerkt að notfæra sér grunnhvatir svo sem reiði til stjórnunar á hóphegðun.“ Þau sem gagnrýni Trump geti ekki stutt framgöngu Katrínar Elliði sakar talsmenn Stjórnarskrárfélagsins um að nota áðurnefnda aðferð í baráttu sinni og vísar meðal annars til ræðu sem Katrín Oddsdóttir, núverandi formaður félagsins, flutti á Austurvelli þann 22. nóvember 2008. „Þar boðaði hún að réttkjörin stjórnvöld yrðu sett af með góðu eða illu. Orðrétt sagði hún að þetta yrði gert: „...með því að brjóta þau landslög sem þið hafið sett.... og með því að bera ykkur út úr þeim opinberu byggingum sem þið felið ykkur í ef þess þarf.“ Stuttu síðar var ráðist á þinghúsið, lögreglustöðina og fleira,“ segir Elliði í grein sinni. „Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Katrínar.“ Katrín Oddsdóttir, manréttindalögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins.Vísir Ræðu Katrínar, sem var flutt fyrir tíma Stjórnarskrárfélagsins, má finna á vef samtakanna Raddir fólksins. Þar eru aðgerðirnar sem Elliði nefnir sagðar vera meðal þeirra leiða sem fólk geti nýtt til að „kjósa á annan hátt“ ef sitjandi ríkisstjórn myndi ekki efna til kosninga á næstunni. Sömuleiðis vísar Elliði til orða hæstaréttarlögmannsins Ragnars Aðalsteinssonar sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni í október síðastliðnum. „Þar lýsti Ragnar því fjálglega að valdarán væri ein möguleg leið til að hann og hans fólk næðu markmiðum um að breyta réttarríkinu í þá átt sem þau telja gæfulega. Orðrétt sagði Ragnar: „Þess vegna verðum við að ná þessu valdi, verðum að ná þessu af þinginu. Ná þessu valdi af stjórnmálamönnunum.“ Og stuttu síðar „ ...ef þjóðin er áköf um að ná til sín þessu valdi sem hún hefur eðli málsins til þess þá verður hún að taka völdin“ og svo: „Það er valdarán, það þarf að sjálfsögðu ekki að vera neitt blóðugt.““ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Vísir/Vilhelm Langflestir stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár til fyrirmyndar Elliði segir að lokum að það fólk sem hafi mætt á Austurvöll árið 2008 hafi almennt verið til fyrirmyndar og að hið sama megi segja um kjósendur Trumps auk „lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni.“ „Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins. Þegar þau snúa reiði í heift á forsendum meints óréttlætis og byrja að skilgreina hvenær óréttlætið sé með þeim hætti að ofbeldi sé réttlætanlegt. Þegar þau hvetja til ofbeldis og árása á lýðræðið. Slíkt ber að fordæma. Ekkert réttlætir slíka framgöngu, sama hvert hugðarefnið er og sama hvaðan reiðin er runninn.“
Stjórnarskrá Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Demókratar undirbúa ákæru fyrir embættisbrot Demókratar á bandaríska þinginu hyggjast gefa út ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hans þátt í óeirðunum sem urðu í og við þinghúsið á miðvikudag ef forsetinn segir ekki tafarlaust af sér. 9. janúar 2021 08:01 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45
Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48
Demókratar undirbúa ákæru fyrir embættisbrot Demókratar á bandaríska þinginu hyggjast gefa út ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hans þátt í óeirðunum sem urðu í og við þinghúsið á miðvikudag ef forsetinn segir ekki tafarlaust af sér. 9. janúar 2021 08:01