Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. janúar 2021 22:49 Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Frá áramótum hafa mun fleiri veirusmit greinst við skimun á landamærum en innanlands, eða 69 tilfelli á landamærum á móti 42 innanlands. Margir hafa því þurft að fara nánast beint af flugvellinum í farsóttarhúsið á Rauðarárstíg en þar dvelja nú 48 manns. Þar voru 15 í byrjun desember og hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu daga. Forstöðumaður þar segir ekki ólíklegt að opna þurfi fleiri hús ef þróunin heldur svona áfram. Margir hafi þurft að dvelja þar frá því að farsóttin hófst. Kemur á öllum tímum sólarhrings „Síðan að þetta hófst núna höfum við verið að taka hátt í þúsund manns til okkar í þessi fimm hús sem við höfum verið að reka, þar af er um helmingur sýktur eða um 500 manns,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa. Hann segir fólk koma á öllum tímum sólarhringsins og til að mynda hafi einstaklingur komið rétt áður klukkurnar hringdu inn jólin á aðfangadag. „Fólk kemur hingað á hverjum degi og við fengum til dæmis einn gest sem kom hingað tíu mínútur í sex, nánast stóð upp frá jólasteikinni til að koma hingað þegar það var hringt í hann,“ segir Gylfi. „Flestir bera sig nú bara ágætlega en auðvitað er þetta erfitt, það er þungt að greinast með Covid og tala nú ekki um að þurfa jafnvel að fara út af heimili ef þau búa á þannig stað þar sem þau geta ekki verið á meðan veikindum stendur.“ Í því samhengi bætir Gylfi við að daglega sé einhverjum gestum farsóttarhúsanna veitt sáluhjálp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Frá áramótum hafa mun fleiri veirusmit greinst við skimun á landamærum en innanlands, eða 69 tilfelli á landamærum á móti 42 innanlands. Margir hafa því þurft að fara nánast beint af flugvellinum í farsóttarhúsið á Rauðarárstíg en þar dvelja nú 48 manns. Þar voru 15 í byrjun desember og hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu daga. Forstöðumaður þar segir ekki ólíklegt að opna þurfi fleiri hús ef þróunin heldur svona áfram. Margir hafi þurft að dvelja þar frá því að farsóttin hófst. Kemur á öllum tímum sólarhrings „Síðan að þetta hófst núna höfum við verið að taka hátt í þúsund manns til okkar í þessi fimm hús sem við höfum verið að reka, þar af er um helmingur sýktur eða um 500 manns,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa. Hann segir fólk koma á öllum tímum sólarhringsins og til að mynda hafi einstaklingur komið rétt áður klukkurnar hringdu inn jólin á aðfangadag. „Fólk kemur hingað á hverjum degi og við fengum til dæmis einn gest sem kom hingað tíu mínútur í sex, nánast stóð upp frá jólasteikinni til að koma hingað þegar það var hringt í hann,“ segir Gylfi. „Flestir bera sig nú bara ágætlega en auðvitað er þetta erfitt, það er þungt að greinast með Covid og tala nú ekki um að þurfa jafnvel að fara út af heimili ef þau búa á þannig stað þar sem þau geta ekki verið á meðan veikindum stendur.“ Í því samhengi bætir Gylfi við að daglega sé einhverjum gestum farsóttarhúsanna veitt sáluhjálp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira