Áhyggjuefni hve mikið smituðum hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2021 16:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
„Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35
Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59