Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum: „Ómögulegt að fjölga þátttakendum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:58 Silja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi ÍBR. STÖÐ2 Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum í dag. Upplýsingafulltrúi ÍBR segir leitt að færri komust að en vildu. Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘ Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘
Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent