Neyðarástandi lýst yfir í London Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 15:55 Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. AP/Frank Augstein Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira