Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2021 10:30 Joel Embiid og Nikola Jokic leiða saman hesta sína í kvöld. getty/Mitchell Leff Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji. Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti