„Lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 14:51 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð tæplega fimmtugs karlmanns. Ákæran á hendur Guðfinni er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna í persónu. Hann er kvaddur til þingfestingar málsins þann 18. febrúar næstkomandi. Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi. Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi.
1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“
Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira