„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2021 19:31 Repúblikaninn Jason Crow reynir hér að veita flokkssystur sinni Susan Wild stuðning í þinghúsinu á miðvikudag þegar æstur múgur náði að brjóta sér leið þangað inn. Getty/Tom Williams Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. Blaðamennirnir voru komnir til að fylgjast með þingfundi þar sem fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings ætluðu að staðfesta kjör Joes Biden og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta landsins. Eins og flestum ætti að vera kunnugt gekk þingfundurinn ekki þrautalaust fyrir sig. Múgurinn sem náði að brjóta sér leið inn í þinghúsið komst alla leið inn í bæði sal öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar sem og á skrifstofur þingmanna. Þingfundi var frestað í nokkra klukkutíma á meðan verið var að reyna að ná stjórn á ástandinu sem blaðamenn sem voru í þingsalnum lýsa meðal annars sem kaotísku og ógnvekjandi. Lögreglan í þinghúsinu hafi ekki vitað hvernig bregðast ætti við og koma þingmönnum og blaðamönnum í skjól. Margir blaðamenn og einnig ljósmyndarar sem voru í og við þinghúsið á miðvikudag hafa skrifað fyrstu persónu frásagnir í þá fjölmiðla sem þeir starfa fyrir og lýst sinni upplifun af því sem gekk á. Aðrir hafa veitt fjölmiðlum viðtöl. Hér eru nokkrar af þessum frásögnum reifaðar. Myndin er tekin á ganginum fyrir utan þingsal öldungadeildarinnar.AP/Manuel Balce Ceneta Erin Schaff – fréttaljósmyndari fyrir The New York Times Ég gat heyrt í mótmælendum á fyrstu hæð þeim megin í þinghúsinu þar sem öldungadeildin er. Ég fór því niður, ég elti hávaðann. Þeir komu upp Ohio Clock-ganginn sem er beint fyrir utan þingsal öldungadeildarinnar. Þeir hrópuðu að þeir vildu komast inn. Ég var í áfalli yfir því að þeir hefðu komist inn og hugsaði með mér að þetta yrði stóra stund dagsins: lítill hópur mótmælenda hafði náð að brjótast inn í þinghúsið. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég leit niður ganginn í átt að hringlaga salnum (e. Rotunda) og sá það sem virtust vera hundruð manna hlaupandi um, öskrandi og rífandi í ræðupúlt. Ég tók fullt af myndum og fór síðan að dyrunum inn í hringlaga salinn þar sem aðeins einn lögreglumaður reyndi að verja hurðina fyrir hundruðum einstaklinga fyrir utan. An incredible image. Trump supporters have breached the Capitol and are outside the Senate chamber. by @erinschaffLive updates: https://t.co/9b3MOBhHKf pic.twitter.com/yKhHzXgYXm— Mike Baker (@ByMikeBaker) January 6, 2021 Múgurinn tók sig saman, ýtti lögreglumanninum, brutu upp hurðina og fólkið flæddi inn. Ég hljóp upp til að vera ekki fyrir mannfjöldanum og koma mér í betri stöðu til að mynda það sem var að gerast. Allt í einu stóðu tveir til þrír svartklæddir menn í kringum mig og kröfðust þess að fá að vita fyrir hvern ég ynni. Þeir gripu í blaðamannapassann minn, sáu að ég vinn fyrir The New York Times og urðu mjög reiðir. Þeir hentu mér í gólfið og reyndu að taka myndavélarnar mínar. Ég öskraði á hjálp eins hátt og ég gat. Það kom enginn. Fólk horfði bara á. Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin og að enginn myndi stöðva þá. Þeir hrifsuðu eina myndavél af mér, brutu linsu á annarri og hlupu svo í burtu. Eftir þetta ofandaði ég, óviss um hvað ég ætti að gera. Ég vissi að ég þyrfti að koma mér burt frá múgnum og fela brotnu myndavélina mína svo það yrði ekki ráðist aftur á mig. Ég hljóp inn á skrifstofu Nancy Pelosi en þar var fólk að ganga berserksgang svo ég hélt áfram. Ég labbaði út á svalirnar hennar sem snúa í vestur að National Mall. Ég sá gríðarlegan fjölda af fólki á sviðinu þar sem forsetinn verður settur í embætti. Ég fann stað til að fela myndavélina mína, stóð síðan og horfði á mannfjöldann frá svölunum og tók myndir á símann minn þar sem ég hafði ekki annan búnað. Þingmaður virðir fyrir sér skemmdir í þinghúsinu.AP/Andrew Harnik „Þetta er upphaf borgarastyrjaldar,“ sagði maður sem stóð við hliðina á mér. Á þessum tímapunkti var lögreglan í þinghúsinu byrjuð að úða táragasi og ég vissi að ég þyrfti að finna mér felustað. Ég vissi ekki hvert ég gæti farið því ég var ekki lengur með þingpassann minn. Ég hljóp upp á þriðju hæð, opnaði fyrstu hurðina sem ég sá og faldi mig á gangi. Ég hringdi í eiginmann minn sem sagði mér að vera róleg og finna betri felustað. En síðan fann lögreglan mig. Ég sagði þeim að ég væri blaðaljósmyndari og að passanum mínum hefði verið stolið en þeir trúðu mér ekki. Þeir drógu upp byssurnar sínar, miðuðu þeim á mig og öskruðu á mig að fara niður á fjóra fætur. Þar sem ég lá á gólfinu komu tveir aðrir blaðaljósmyndarar inn ganginn og byrjuðu að hrópa: „Hún er blaðamaður!“ Lögreglumennirnir sögðu að það væri ekki óhætt að yfirgefa bygginguna og hjálpuðu okkur að finna herbergi þar sem við gátum leitað skjóls. Hinir tveir ljósmyndararnir tóku í hendur mínar, sögðu mér að þetta yrði í lagi og að ég ætti að vera með þeim svo þeir gætu staðfest hver ég væri. Ég mun aldrei gleyma góðmennsku þeirra á þessu augnabliki. the fact that @erinschaff experienced THIS and still filed photos and wrote about makes me want to cry all over again because she is such a pro and was just doing her damn job in THE NATION S CAPITOL. pic.twitter.com/txT2jABPBq— Emily Cochrane (@ESCochrane) January 8, 2021 Melanie Zanona – þingfréttaritari fyrir Politico Starfsfólk þingsins sem sér um svæði fjölmiðlafólks sagði við okkur: „Við þurfum mögulega að setja á útgöngubann hérna. Ef það gerist þá þurfum við að læsa dyrunum og flytja ykkur inn í þingsalinn.“ Það eru svalir þaðan sem hægt er að horfa yfir þingsal fulltrúadeildarinnar. Starfsfólkið sagði við okkur að ef það kæmi til útgöngubanns ættum við að fara á svalirnar, taka nestið okkar, taka símana okkar. Við gætum þurft að vera þar lengi ef það yrði sett á útgöngubann svo við áttum að taka allt með okkur sem við gætum þurft á að halda. Þau sögðu okkur líka hvar varnargrímurnar (e. escape hoods) væru. Þingmennirnir urðu háværir, þeir voru að tala saman og það var eins og þeir væru að rífast. Þingmaðurinn og Demókratinn Steve Cohen hrópaði í áttina að Repúblikönum í salnum: „Hringið í Trump og segið honum að stöðva þetta.“ Stuttu síðar skaut þingmaður Repúblikana til baka og sagði eitthvað í líkingu við þetta: „Ég þori að veðja að þið frjálslynda fólkið eruð núna ánægð með að hafa ekki skorið niður fjárframlög til lögreglunnar.“ View this post on Instagram A post shared by Julio Cortez (@julythephotoguy) […] Lögreglumaður sagði að það væru mótmælendur í styttusalnum og að táragasi hefði verið úðað. Hann sýndi svo öllum hvar varnargrímurnar væru á fjölmiðlasvæðinu og starfsfólk þingsins fór að dreifa þeim til okkar. […] Kvenmannsrödd kom í míkrófóninn og sagði: „Við skulum biðja.“ Svo fór hún að biðja á meðan allir þingmennirnir, starfsmennirnir og allir aðrir eru að setja á sig varnargrímurnar og bíða þess að vera komið út úr salnum. Hún fór með bæn. Síðan sagði einn lögreglumaður: „Jæja, fylgið mér.“ Svalirnar eru þannig að þær eru eiginlega girtar af svo við þurftum að klifra yfir gullslegnar grindur. Einhverjir þingmenn voru að hringja í ástvini sína. Þetta var mjög ógnvekjandi þarna í nokkrar mínútur. Lögreglumennirnir settu viðarborð fyrir hurðina og drógu upp byssurnar sínar. Við heyrðum „bang, bang, bang“ á dyrnar. Við vissum ekki hvað hljóðið væri á þessu augnabliki. Óeirðarseggirnir sóttu að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Hinir lögreglumennirnir sem voru uppi á svölunum sögðu öllum að leggjast niður og verja sig svo ég setti varnargrímuna á mig. Sumir voru með sínar grímur, aðrir ekki. Ég var með mína grímu. Ég var í hnipri á bak við stól á svölunum. Ég var við hliðina á öðrum blaðamanni, við héldumst í hendur og lágum þarna í hnipri. Svo heyrði ég í einhverju sem virtist vera byssuskot. Ég held það hafi síðan liðið um tíu mínútur og þá sögðu lögreglumennirnir við okkur að það ætti að flytja okkur út úr rýminu í gegnum ákveðnar dyr. Einhver var samt að berja á hurðina og við vissum ekki hver það var. Þeir voru bara: „Nei, þetta er annar lögreglumaður sem er kominn að sækja ykkur.“ Síðan er svona smá ruglandi augnablik þar sem við erum að velta fyrir hvernig við vitum hver sé hinu megin við dyrnar. Sumir vildu ekki að þær yrðu opnaðar og aðrir að þeir myndu komast að því hver þetta væri. Ég veit ekki hvernig þeir komust að því hver þetta var en það var góður gaur. Dyrnar voru opnaðar og þarna voru lögreglumenn. Við vorum flutt út úr salnum, út af svölunum. watch on YouTube Amanda Andrade-Rhoades – sjálfstætt starfandi fréttaljósmyndari í verkefni fyrir Washington Post Andrade-Rhodes veitti alþjóðasamtökum um vernd blaðamanna, Committe to Protect Journalists (CPJ), viðtal en hún var stödd fyrir utan þinghúsið. Þangað kom hún klukkan tíu um morguninn og segir að þá hafi allt verið frekar rólegt. Eftir því sem tíminn leið hafi hún hins vegar áttað sig á því að hlutirnir gætu farið úr böndunum. „Svo ég setti gasgrímu á mig. Mótmælendur byrjuðu að brjóta niður varnargirðingarnar í kringum þinghúsið til að berja á lögreglumönnunum og þeir fóru að slást við þá. Þegar lögreglan átti í erfiðleikum með að ná aftur stjórn á girðingum fór hún að skjóta gúmmíkúlum. Ég sá líka piparúða og það sem ég held að hafi verið táragas en það var erfitt að sjá með grímuna á sér. Þegar þetta gerðist, um klukkan korter í þrjú, fékk ég gúmmíkúlur í mig,“ segir Andrade-Rhoades. Hún segist hafa fengið það á tilfinninguna að lögreglan væri illa undirbúin og miklu fámennari en hópur mótmælenda. Lögregluþjónar þingsins voru ekki útbúnir fyrir óreiðirnar.AP/Julio Cortez „Ég held að þeir hafi ekki búist við að mótmælendurnir yrðu svona aggressívir gegn þeim. Ég hef verið á öðrum fundum með stuðningsmönnum Trumps og þeir hafa ekki verið æstir í að fara í átök við lögregluna; hafa í mesta lagi hrópað að henni. Svo ég held að þetta hafi komið lögreglunni í þinginu í opna skjöldu.“ Sjálf upplifði Andrade-Rhodes reiði mótmælenda í garð fjölmiðla. „Þrjár manneskjur hótuðu að skjóta mig en þær voru ekki vopnaðar eftir því sem ég gat best séð. Ég sá fólk með hnífa og piparúða. Ef einhver var með byssu þá sá ég það ekki. En ég sá fólk í skotheldum vestum svo þau voru augljóslega tilbúin í vopnuð átök. Á einum tímapunkti hallaði stór maður sér upp að mér og sagði: „Ég kem aftur á morgun með stóra byssu og þá næ ég þér.““ Hún kveðst ekki lengur taka það sem sjálfsögðum hlut að vera örugg í og við þinghúsið. „Ég hef verið þarna áður til þess að fjalla um stjórnmál. Ég hef átt samskipti við mótmælendur þar og mér hefur aldrei áður liðið eins og mér sé ógnað. Ég held að ég muni vera mun varkárari héðan í frá,“ segir Andrade-Rhodes. Bandaríkin Fjölmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Blaðamennirnir voru komnir til að fylgjast með þingfundi þar sem fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings ætluðu að staðfesta kjör Joes Biden og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta landsins. Eins og flestum ætti að vera kunnugt gekk þingfundurinn ekki þrautalaust fyrir sig. Múgurinn sem náði að brjóta sér leið inn í þinghúsið komst alla leið inn í bæði sal öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar sem og á skrifstofur þingmanna. Þingfundi var frestað í nokkra klukkutíma á meðan verið var að reyna að ná stjórn á ástandinu sem blaðamenn sem voru í þingsalnum lýsa meðal annars sem kaotísku og ógnvekjandi. Lögreglan í þinghúsinu hafi ekki vitað hvernig bregðast ætti við og koma þingmönnum og blaðamönnum í skjól. Margir blaðamenn og einnig ljósmyndarar sem voru í og við þinghúsið á miðvikudag hafa skrifað fyrstu persónu frásagnir í þá fjölmiðla sem þeir starfa fyrir og lýst sinni upplifun af því sem gekk á. Aðrir hafa veitt fjölmiðlum viðtöl. Hér eru nokkrar af þessum frásögnum reifaðar. Myndin er tekin á ganginum fyrir utan þingsal öldungadeildarinnar.AP/Manuel Balce Ceneta Erin Schaff – fréttaljósmyndari fyrir The New York Times Ég gat heyrt í mótmælendum á fyrstu hæð þeim megin í þinghúsinu þar sem öldungadeildin er. Ég fór því niður, ég elti hávaðann. Þeir komu upp Ohio Clock-ganginn sem er beint fyrir utan þingsal öldungadeildarinnar. Þeir hrópuðu að þeir vildu komast inn. Ég var í áfalli yfir því að þeir hefðu komist inn og hugsaði með mér að þetta yrði stóra stund dagsins: lítill hópur mótmælenda hafði náð að brjótast inn í þinghúsið. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég leit niður ganginn í átt að hringlaga salnum (e. Rotunda) og sá það sem virtust vera hundruð manna hlaupandi um, öskrandi og rífandi í ræðupúlt. Ég tók fullt af myndum og fór síðan að dyrunum inn í hringlaga salinn þar sem aðeins einn lögreglumaður reyndi að verja hurðina fyrir hundruðum einstaklinga fyrir utan. An incredible image. Trump supporters have breached the Capitol and are outside the Senate chamber. by @erinschaffLive updates: https://t.co/9b3MOBhHKf pic.twitter.com/yKhHzXgYXm— Mike Baker (@ByMikeBaker) January 6, 2021 Múgurinn tók sig saman, ýtti lögreglumanninum, brutu upp hurðina og fólkið flæddi inn. Ég hljóp upp til að vera ekki fyrir mannfjöldanum og koma mér í betri stöðu til að mynda það sem var að gerast. Allt í einu stóðu tveir til þrír svartklæddir menn í kringum mig og kröfðust þess að fá að vita fyrir hvern ég ynni. Þeir gripu í blaðamannapassann minn, sáu að ég vinn fyrir The New York Times og urðu mjög reiðir. Þeir hentu mér í gólfið og reyndu að taka myndavélarnar mínar. Ég öskraði á hjálp eins hátt og ég gat. Það kom enginn. Fólk horfði bara á. Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin og að enginn myndi stöðva þá. Þeir hrifsuðu eina myndavél af mér, brutu linsu á annarri og hlupu svo í burtu. Eftir þetta ofandaði ég, óviss um hvað ég ætti að gera. Ég vissi að ég þyrfti að koma mér burt frá múgnum og fela brotnu myndavélina mína svo það yrði ekki ráðist aftur á mig. Ég hljóp inn á skrifstofu Nancy Pelosi en þar var fólk að ganga berserksgang svo ég hélt áfram. Ég labbaði út á svalirnar hennar sem snúa í vestur að National Mall. Ég sá gríðarlegan fjölda af fólki á sviðinu þar sem forsetinn verður settur í embætti. Ég fann stað til að fela myndavélina mína, stóð síðan og horfði á mannfjöldann frá svölunum og tók myndir á símann minn þar sem ég hafði ekki annan búnað. Þingmaður virðir fyrir sér skemmdir í þinghúsinu.AP/Andrew Harnik „Þetta er upphaf borgarastyrjaldar,“ sagði maður sem stóð við hliðina á mér. Á þessum tímapunkti var lögreglan í þinghúsinu byrjuð að úða táragasi og ég vissi að ég þyrfti að finna mér felustað. Ég vissi ekki hvert ég gæti farið því ég var ekki lengur með þingpassann minn. Ég hljóp upp á þriðju hæð, opnaði fyrstu hurðina sem ég sá og faldi mig á gangi. Ég hringdi í eiginmann minn sem sagði mér að vera róleg og finna betri felustað. En síðan fann lögreglan mig. Ég sagði þeim að ég væri blaðaljósmyndari og að passanum mínum hefði verið stolið en þeir trúðu mér ekki. Þeir drógu upp byssurnar sínar, miðuðu þeim á mig og öskruðu á mig að fara niður á fjóra fætur. Þar sem ég lá á gólfinu komu tveir aðrir blaðaljósmyndarar inn ganginn og byrjuðu að hrópa: „Hún er blaðamaður!“ Lögreglumennirnir sögðu að það væri ekki óhætt að yfirgefa bygginguna og hjálpuðu okkur að finna herbergi þar sem við gátum leitað skjóls. Hinir tveir ljósmyndararnir tóku í hendur mínar, sögðu mér að þetta yrði í lagi og að ég ætti að vera með þeim svo þeir gætu staðfest hver ég væri. Ég mun aldrei gleyma góðmennsku þeirra á þessu augnabliki. the fact that @erinschaff experienced THIS and still filed photos and wrote about makes me want to cry all over again because she is such a pro and was just doing her damn job in THE NATION S CAPITOL. pic.twitter.com/txT2jABPBq— Emily Cochrane (@ESCochrane) January 8, 2021 Melanie Zanona – þingfréttaritari fyrir Politico Starfsfólk þingsins sem sér um svæði fjölmiðlafólks sagði við okkur: „Við þurfum mögulega að setja á útgöngubann hérna. Ef það gerist þá þurfum við að læsa dyrunum og flytja ykkur inn í þingsalinn.“ Það eru svalir þaðan sem hægt er að horfa yfir þingsal fulltrúadeildarinnar. Starfsfólkið sagði við okkur að ef það kæmi til útgöngubanns ættum við að fara á svalirnar, taka nestið okkar, taka símana okkar. Við gætum þurft að vera þar lengi ef það yrði sett á útgöngubann svo við áttum að taka allt með okkur sem við gætum þurft á að halda. Þau sögðu okkur líka hvar varnargrímurnar (e. escape hoods) væru. Þingmennirnir urðu háværir, þeir voru að tala saman og það var eins og þeir væru að rífast. Þingmaðurinn og Demókratinn Steve Cohen hrópaði í áttina að Repúblikönum í salnum: „Hringið í Trump og segið honum að stöðva þetta.“ Stuttu síðar skaut þingmaður Repúblikana til baka og sagði eitthvað í líkingu við þetta: „Ég þori að veðja að þið frjálslynda fólkið eruð núna ánægð með að hafa ekki skorið niður fjárframlög til lögreglunnar.“ View this post on Instagram A post shared by Julio Cortez (@julythephotoguy) […] Lögreglumaður sagði að það væru mótmælendur í styttusalnum og að táragasi hefði verið úðað. Hann sýndi svo öllum hvar varnargrímurnar væru á fjölmiðlasvæðinu og starfsfólk þingsins fór að dreifa þeim til okkar. […] Kvenmannsrödd kom í míkrófóninn og sagði: „Við skulum biðja.“ Svo fór hún að biðja á meðan allir þingmennirnir, starfsmennirnir og allir aðrir eru að setja á sig varnargrímurnar og bíða þess að vera komið út úr salnum. Hún fór með bæn. Síðan sagði einn lögreglumaður: „Jæja, fylgið mér.“ Svalirnar eru þannig að þær eru eiginlega girtar af svo við þurftum að klifra yfir gullslegnar grindur. Einhverjir þingmenn voru að hringja í ástvini sína. Þetta var mjög ógnvekjandi þarna í nokkrar mínútur. Lögreglumennirnir settu viðarborð fyrir hurðina og drógu upp byssurnar sínar. Við heyrðum „bang, bang, bang“ á dyrnar. Við vissum ekki hvað hljóðið væri á þessu augnabliki. Óeirðarseggirnir sóttu að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Hinir lögreglumennirnir sem voru uppi á svölunum sögðu öllum að leggjast niður og verja sig svo ég setti varnargrímuna á mig. Sumir voru með sínar grímur, aðrir ekki. Ég var með mína grímu. Ég var í hnipri á bak við stól á svölunum. Ég var við hliðina á öðrum blaðamanni, við héldumst í hendur og lágum þarna í hnipri. Svo heyrði ég í einhverju sem virtist vera byssuskot. Ég held það hafi síðan liðið um tíu mínútur og þá sögðu lögreglumennirnir við okkur að það ætti að flytja okkur út úr rýminu í gegnum ákveðnar dyr. Einhver var samt að berja á hurðina og við vissum ekki hver það var. Þeir voru bara: „Nei, þetta er annar lögreglumaður sem er kominn að sækja ykkur.“ Síðan er svona smá ruglandi augnablik þar sem við erum að velta fyrir hvernig við vitum hver sé hinu megin við dyrnar. Sumir vildu ekki að þær yrðu opnaðar og aðrir að þeir myndu komast að því hver þetta væri. Ég veit ekki hvernig þeir komust að því hver þetta var en það var góður gaur. Dyrnar voru opnaðar og þarna voru lögreglumenn. Við vorum flutt út úr salnum, út af svölunum. watch on YouTube Amanda Andrade-Rhoades – sjálfstætt starfandi fréttaljósmyndari í verkefni fyrir Washington Post Andrade-Rhodes veitti alþjóðasamtökum um vernd blaðamanna, Committe to Protect Journalists (CPJ), viðtal en hún var stödd fyrir utan þinghúsið. Þangað kom hún klukkan tíu um morguninn og segir að þá hafi allt verið frekar rólegt. Eftir því sem tíminn leið hafi hún hins vegar áttað sig á því að hlutirnir gætu farið úr böndunum. „Svo ég setti gasgrímu á mig. Mótmælendur byrjuðu að brjóta niður varnargirðingarnar í kringum þinghúsið til að berja á lögreglumönnunum og þeir fóru að slást við þá. Þegar lögreglan átti í erfiðleikum með að ná aftur stjórn á girðingum fór hún að skjóta gúmmíkúlum. Ég sá líka piparúða og það sem ég held að hafi verið táragas en það var erfitt að sjá með grímuna á sér. Þegar þetta gerðist, um klukkan korter í þrjú, fékk ég gúmmíkúlur í mig,“ segir Andrade-Rhoades. Hún segist hafa fengið það á tilfinninguna að lögreglan væri illa undirbúin og miklu fámennari en hópur mótmælenda. Lögregluþjónar þingsins voru ekki útbúnir fyrir óreiðirnar.AP/Julio Cortez „Ég held að þeir hafi ekki búist við að mótmælendurnir yrðu svona aggressívir gegn þeim. Ég hef verið á öðrum fundum með stuðningsmönnum Trumps og þeir hafa ekki verið æstir í að fara í átök við lögregluna; hafa í mesta lagi hrópað að henni. Svo ég held að þetta hafi komið lögreglunni í þinginu í opna skjöldu.“ Sjálf upplifði Andrade-Rhodes reiði mótmælenda í garð fjölmiðla. „Þrjár manneskjur hótuðu að skjóta mig en þær voru ekki vopnaðar eftir því sem ég gat best séð. Ég sá fólk með hnífa og piparúða. Ef einhver var með byssu þá sá ég það ekki. En ég sá fólk í skotheldum vestum svo þau voru augljóslega tilbúin í vopnuð átök. Á einum tímapunkti hallaði stór maður sér upp að mér og sagði: „Ég kem aftur á morgun með stóra byssu og þá næ ég þér.““ Hún kveðst ekki lengur taka það sem sjálfsögðum hlut að vera örugg í og við þinghúsið. „Ég hef verið þarna áður til þess að fjalla um stjórnmál. Ég hef átt samskipti við mótmælendur þar og mér hefur aldrei áður liðið eins og mér sé ógnað. Ég held að ég muni vera mun varkárari héðan í frá,“ segir Andrade-Rhodes.
Bandaríkin Fjölmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira