Sammála um Lakers: „Kæmi mér rosalega á óvart ef þetta lið myndi ekki vinna í ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 13:15 LeBron James treður boltanum í körfuna í leik með Los Angeles Lakers í NBA deildinni. Getty/Ronald Cortes NBA-deildin er til umræðu í nýjasta þætti Sportsins í dag og eru menn þar á bær sammála um að Los Angeles Lakers séu með besta lið deildarinnar. Í þættinum fær Kjartan Atli Kjartansson til sín þá Eini og Birki Guðlaugssyni, tvíbura sem léku með Kjartani í Stjörnunni. Tvíburarnir eru þó langt frá því að vera sammála um NBA-deildina en Birkir er mikill stuðningsmaður Los Angeles Lakers á meðan Einir heldur með Chicago Bulls. Kjartan Atli, sem er harður stuðningsmaður Boston Celtics, telur Lakers liðið vera langt um betur mannað en önnur lið deildarinnar. „Það kæmi mér rosalega á óvart ef þetta lið myndi ekki vinna í ár,“ bætir Einir við. Þremenningarnir hrósa stjórn Los Angeles Lakers fyrir að hafa sótt sterka leikmenn á undirbúningstímabilinu. „Þeim tekst að fá ótrúlegustu leikmenn fyrir nánast engan pening,“ segir Birkir og bætir við: „Í nútíma íþróttum eru ekki margir leikmenn sem vilja koma og spila frítt, eða svo gott sem.“ Lakers-liðið bætti við sig Montrezl Harrell, sem hefur undanfarin ár verið einn besti leikmaður deildarinnar sem kemur inn af varamannabekknum. Harrell lék áður hjá nágrönnunum í Los Angeles Clippers en færði sig yfir til Lakers fyrir þetta tímabil. Þremenningarnir eru á því að Harrell passi fullkomlega inn í leikmannahóp Lakers, þá sérstaklega með Anthony Davis sem vill spila stöðu kraftframherja. Rætt er um öll lið NBA-deildarinnar í þættinum og má hlusta á umræðurnar í spilaranum hér fyrir ofan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Sportið í dag Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Í þættinum fær Kjartan Atli Kjartansson til sín þá Eini og Birki Guðlaugssyni, tvíbura sem léku með Kjartani í Stjörnunni. Tvíburarnir eru þó langt frá því að vera sammála um NBA-deildina en Birkir er mikill stuðningsmaður Los Angeles Lakers á meðan Einir heldur með Chicago Bulls. Kjartan Atli, sem er harður stuðningsmaður Boston Celtics, telur Lakers liðið vera langt um betur mannað en önnur lið deildarinnar. „Það kæmi mér rosalega á óvart ef þetta lið myndi ekki vinna í ár,“ bætir Einir við. Þremenningarnir hrósa stjórn Los Angeles Lakers fyrir að hafa sótt sterka leikmenn á undirbúningstímabilinu. „Þeim tekst að fá ótrúlegustu leikmenn fyrir nánast engan pening,“ segir Birkir og bætir við: „Í nútíma íþróttum eru ekki margir leikmenn sem vilja koma og spila frítt, eða svo gott sem.“ Lakers-liðið bætti við sig Montrezl Harrell, sem hefur undanfarin ár verið einn besti leikmaður deildarinnar sem kemur inn af varamannabekknum. Harrell lék áður hjá nágrönnunum í Los Angeles Clippers en færði sig yfir til Lakers fyrir þetta tímabil. Þremenningarnir eru á því að Harrell passi fullkomlega inn í leikmannahóp Lakers, þá sérstaklega með Anthony Davis sem vill spila stöðu kraftframherja. Rætt er um öll lið NBA-deildarinnar í þættinum og má hlusta á umræðurnar í spilaranum hér fyrir ofan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Sportið í dag Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira