Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 08:00 Luka Doncic var einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu gegn Denver Nuggets. getty/Matthew Stockman Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira