Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 15:00 Þröstur Jónsson er sannfærður um að bænastund í Reykjavík og guð almáttugur hafi komið Seyðfirðingum til bjargar. Vísir Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. Fimmti fundur sveitarstjórnar Múlaþings, sem varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar síðastliðið sumar, fór fram í gær. Fyrsta og eina mál á dagskrá var Skriðuföllin á Seyðisfirði. Að höfðu samráði við Náttúruhamfaratryggingu Íslands var lögð fram sú tillaga að heimila ekki endurbyggingu húsa á ákveðnum lóðum fyrr en hættumat liggi fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir. Skaparinn hafi kippt í spotta Það voru hins vegar umræður um bænahring í Reykjavík og loftslagsmál sem tekist var á um á fundinum. Umræðurnar eru raktar hér á eftir en í myndbandinu má sjá samantekt af umræðunum. Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokks, nýtti tækifærið og vottaði Seyðfirðingum samúð og hluttekningu. Þá lýsti hann þakklæti fyrir því að ekki hefði farið verr og allir komið heilir út úr skriðunum. „Það má kalla mestu guðs mildi. Ég veit ekki hvort það komi málinu við en ég heyrði af bænahóp suður í Reykjavík sem er á bæn á hverjum morgni í klukkutíma. Þennan föstudag, 18. desember, kom það mjög sterkt til þessa fólks sem er ekki tengt Seyðisfirði á neinn hátt, að þau ættu að biðja fyrir Seyðisfirði. Og þau gerðu það,“ sagði Þröstur. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar.“ Múlaþing verði leiðandi í loftslagsmálum Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, ákvað í framhaldi af orðum Þrastar að benda á að hamfarirnar ættu sér ekki stað í neinu tómarúmi. „Við erum að horfa á hnattræna hlýnun, gríðarlega hátt hitastig í desember. Við erum að horfa á hamfarir í Noregi þar sem að varð manntjón. Ég held að ef ekki núna þá hvenær ætlum við að opna augun, meðtaka og taka af fullum þunga ábyrgð á loftslags- og umhverfismálum. Ég legg til að Múlaþing verði leiðandi sveitarfélag í lofslagsmálum.“ Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi VG.VG Hvatti hún til þess að bæjarfulltrúar stæðu saman í því. „Við erum ekkert lengur að tala um barnabörn eða eftir hundrað ár eða eitthvað. Verðum að bregðast við og taka ábyrgð.“ Þröstur svaraði í framhaldi af orðum Jódísar. Blessaður loftslagskvíðinn „Mér finnst ekki við hæfi að fara að bæta þessum blessaða loftslagskvíða ofan á allt. Sérstaklega í ljósi þess að bæði ný og gömul gögn eru að sýna að það sé ekki verið að hlýna heldur kólna næstu þrjátíu árin. Mér finnst verið að misnota þetta áfall til að koma þessu blessaða hamfarahlýnunardæmi að. Sem eru fyrst og fremst pólitík vísindi en ekki vísindi,“ sagði Þröstur. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans, sagðist þurfa að mótmæla orðum Þrastar. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans. „Það er bláköld staðreynd að við erum að horfa upp á breytingar í veðurkerfinu og náttúruhamfarir um allan heim sem má rekja með beinum hætti til hnattrænnar hlýnunar. Vísindamenn hafa bent okkur á þetta í áratugi. Pólitíkin hefur ekki hlustað því það hefur ekki hentað stórfyrirætkjunm. Þetta hefur bara snúist um peninga. Þannig að þetta eru ekki gervivísindi eða pólitík sem eru að halda þessu fram. Það er afneitun.“ Lætur ekki þagga sig eða smætta Jódís bætti við að henni fyndist að sér vegið að segja að orð hennar um loftslagshlýnun væru pólitísk. Bæjarfulltrúar væru með ólíkan bakgrunn. Sjálf væri hún lögfræðingur sem hefði sérhæft sig í loftsmálum og starfað hjá Umhverfisstofnun. „Ég læt ekki þagga mig eða smætta umræðuna á þennan hátt. Þetta er gríðarlega mikilvægt og þetta er eitt af stóru málunum. Ekki bara hjá okkur heldur alls staðar í heiminum. Talandi um vísindalegar staðreyndir, þá læt ég ekki einhvern sem hefur mál sitt á því að það sé bænahring í Reykjavík að þakka að ekki fór verr segja mér að ég sé að fara með þvælu.“ Þröstur átti svo lokaorðið í þessum umræðum. „Það kom að því að ég yrði hæddur og spottaður fyrir að nefna Jesú krist. En það líka stendur í Biblíunni að það gerist alltaf. Þetta sannfærir mig enn frekar um þennan bænahring. Ég ætla ekki í stórdeilur um loftslagsmál en sem betur fer eru það góð tíðindi að það stefnir í að það kólni, ég stend við það. Menn skildu kynna sér þau gögn sem eru að koma í ljós vegna sólaráhrifa. Við skulum bara vona að það kólni.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Trúmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Fimmti fundur sveitarstjórnar Múlaþings, sem varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar síðastliðið sumar, fór fram í gær. Fyrsta og eina mál á dagskrá var Skriðuföllin á Seyðisfirði. Að höfðu samráði við Náttúruhamfaratryggingu Íslands var lögð fram sú tillaga að heimila ekki endurbyggingu húsa á ákveðnum lóðum fyrr en hættumat liggi fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir. Skaparinn hafi kippt í spotta Það voru hins vegar umræður um bænahring í Reykjavík og loftslagsmál sem tekist var á um á fundinum. Umræðurnar eru raktar hér á eftir en í myndbandinu má sjá samantekt af umræðunum. Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokks, nýtti tækifærið og vottaði Seyðfirðingum samúð og hluttekningu. Þá lýsti hann þakklæti fyrir því að ekki hefði farið verr og allir komið heilir út úr skriðunum. „Það má kalla mestu guðs mildi. Ég veit ekki hvort það komi málinu við en ég heyrði af bænahóp suður í Reykjavík sem er á bæn á hverjum morgni í klukkutíma. Þennan föstudag, 18. desember, kom það mjög sterkt til þessa fólks sem er ekki tengt Seyðisfirði á neinn hátt, að þau ættu að biðja fyrir Seyðisfirði. Og þau gerðu það,“ sagði Þröstur. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar.“ Múlaþing verði leiðandi í loftslagsmálum Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, ákvað í framhaldi af orðum Þrastar að benda á að hamfarirnar ættu sér ekki stað í neinu tómarúmi. „Við erum að horfa á hnattræna hlýnun, gríðarlega hátt hitastig í desember. Við erum að horfa á hamfarir í Noregi þar sem að varð manntjón. Ég held að ef ekki núna þá hvenær ætlum við að opna augun, meðtaka og taka af fullum þunga ábyrgð á loftslags- og umhverfismálum. Ég legg til að Múlaþing verði leiðandi sveitarfélag í lofslagsmálum.“ Jódís Skúladóttir, bæjarfulltrúi VG.VG Hvatti hún til þess að bæjarfulltrúar stæðu saman í því. „Við erum ekkert lengur að tala um barnabörn eða eftir hundrað ár eða eitthvað. Verðum að bregðast við og taka ábyrgð.“ Þröstur svaraði í framhaldi af orðum Jódísar. Blessaður loftslagskvíðinn „Mér finnst ekki við hæfi að fara að bæta þessum blessaða loftslagskvíða ofan á allt. Sérstaklega í ljósi þess að bæði ný og gömul gögn eru að sýna að það sé ekki verið að hlýna heldur kólna næstu þrjátíu árin. Mér finnst verið að misnota þetta áfall til að koma þessu blessaða hamfarahlýnunardæmi að. Sem eru fyrst og fremst pólitík vísindi en ekki vísindi,“ sagði Þröstur. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans, sagðist þurfa að mótmæla orðum Þrastar. Hildur Þórisdóttir, bæjarfulltrúi Austurlistans. „Það er bláköld staðreynd að við erum að horfa upp á breytingar í veðurkerfinu og náttúruhamfarir um allan heim sem má rekja með beinum hætti til hnattrænnar hlýnunar. Vísindamenn hafa bent okkur á þetta í áratugi. Pólitíkin hefur ekki hlustað því það hefur ekki hentað stórfyrirætkjunm. Þetta hefur bara snúist um peninga. Þannig að þetta eru ekki gervivísindi eða pólitík sem eru að halda þessu fram. Það er afneitun.“ Lætur ekki þagga sig eða smætta Jódís bætti við að henni fyndist að sér vegið að segja að orð hennar um loftslagshlýnun væru pólitísk. Bæjarfulltrúar væru með ólíkan bakgrunn. Sjálf væri hún lögfræðingur sem hefði sérhæft sig í loftsmálum og starfað hjá Umhverfisstofnun. „Ég læt ekki þagga mig eða smætta umræðuna á þennan hátt. Þetta er gríðarlega mikilvægt og þetta er eitt af stóru málunum. Ekki bara hjá okkur heldur alls staðar í heiminum. Talandi um vísindalegar staðreyndir, þá læt ég ekki einhvern sem hefur mál sitt á því að það sé bænahring í Reykjavík að þakka að ekki fór verr segja mér að ég sé að fara með þvælu.“ Þröstur átti svo lokaorðið í þessum umræðum. „Það kom að því að ég yrði hæddur og spottaður fyrir að nefna Jesú krist. En það líka stendur í Biblíunni að það gerist alltaf. Þetta sannfærir mig enn frekar um þennan bænahring. Ég ætla ekki í stórdeilur um loftslagsmál en sem betur fer eru það góð tíðindi að það stefnir í að það kólni, ég stend við það. Menn skildu kynna sér þau gögn sem eru að koma í ljós vegna sólaráhrifa. Við skulum bara vona að það kólni.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Trúmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent