Tvíburar eineggja en ekki eins Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2021 16:01 Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra, mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar. deCode/Jón Gústafsson Með því að raðgreina erfðamengi eineggja tvíbura og bera þau saman við erfðamengi náinna skyldmenna þeirra gátu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fundið stökkbreytingar sem höfðu myndast snemma á fósturskeiði og greindu tvíburana að. Þetta kemur fram í vísindagrein í Nature Genetics sem birtist í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að erfðamengi eineggja tvíbura séu eins og því hægt að nota þá til að aðgreina áhrif erfða og umhverfis á heilsu manna. Erfðamengi tvíbura séu svipuð en ekki eins þótt þeir verði til úr einu og sama frjóvgaða egginu. „Í greininni leituðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að stökkbreytingum sem skilja á milli eineggja tvíbura á fyrstu dögum fóstursins þegar fóstrið samanstendur einungis af nokkrum frumum. Með því að raðgreina og skoða stökkbreytingarnar var hægt að rekja hvaða frumur mynda hvorn tvíbura fyrir sig. Við þetta komu í ljós tveir hópar tvíbura, annars vegar þeir sem deila stökkbreytingum og hinsvegar hópur þar sem stökkbreytingar einskorðast við annan hvorn tvíburann,“ segir í tilkynningunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarVísir/Vilhelm Haft er eftir Hákoni Jónssyni, vísindamanni hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrsta höfundi greinarinnar að þessir tveir hópar eineggja tvíbura gefi dýrmæta innsýn í þroska fósturs, skömmu eftir getnað. Þá segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að um sé að ræða gríðarlega spennandi niðurstöður sem gefi vonir um að stökkbreytingar á fósturstigi geti varpað ljósi á þroskann snemma á fósturskeiði. Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra , mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þetta kemur fram í vísindagrein í Nature Genetics sem birtist í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að yfirleitt hafi verið gengið út frá því að erfðamengi eineggja tvíbura séu eins og því hægt að nota þá til að aðgreina áhrif erfða og umhverfis á heilsu manna. Erfðamengi tvíbura séu svipuð en ekki eins þótt þeir verði til úr einu og sama frjóvgaða egginu. „Í greininni leituðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að stökkbreytingum sem skilja á milli eineggja tvíbura á fyrstu dögum fóstursins þegar fóstrið samanstendur einungis af nokkrum frumum. Með því að raðgreina og skoða stökkbreytingarnar var hægt að rekja hvaða frumur mynda hvorn tvíbura fyrir sig. Við þetta komu í ljós tveir hópar tvíbura, annars vegar þeir sem deila stökkbreytingum og hinsvegar hópur þar sem stökkbreytingar einskorðast við annan hvorn tvíburann,“ segir í tilkynningunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarVísir/Vilhelm Haft er eftir Hákoni Jónssyni, vísindamanni hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrsta höfundi greinarinnar að þessir tveir hópar eineggja tvíbura gefi dýrmæta innsýn í þroska fósturs, skömmu eftir getnað. Þá segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að um sé að ræða gríðarlega spennandi niðurstöður sem gefi vonir um að stökkbreytingar á fósturstigi geti varpað ljósi á þroskann snemma á fósturskeiði. Við rannsóknina raðgreindu Hákon og samstarfsfélagar hans erfðamengi 387 para af eineggja tvíburum og foreldrum þeirra , mökum og börnum, til að finna stökkbreytingarnar.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira