Maðurinn sem Obama tilnefndi í Hæstarétt verður dómsmálaráðherra Bidens Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2021 09:04 Hinn 68 ára Merrick Garland verður að öllum líkindum dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. EPA Dómarinn Merrick Garland, sem Barack Obama tilnefndi sem hæstaréttardómara árið 2016 en þingmenn Repúblikana neituðu að staðfesta í embætti, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“