Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir, Sylvía Hall, Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir, Þórir Guðmundsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2021 19:37 Á myndinni má sjá hvernig lögregla mundar byssu í áttina að mótmælendum sem höfðu brotið sér leið inn í þinghúsið. AP/J. Scott Applewhite Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira