Gerðu hróp að Romney á leið til Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 16:51 Mitt Romney hefur verið eyland í Repúblikanaflokknum hvað varðar afstöðu hans til forsetans. epa/Michael Reynolds Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta veittust að samflokksbróður hans Mitt Romney, fyrir og í flugi frá Salt Lake City til Washington. Romney er meðal sárafárra repúblikana sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir framgöngu hans síðustu misseri. Í myndskeiðum sem hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum má heyra þegar stuðningsmenn Trump hrópa að öldungadeildarþingmanninum, krefjast þess að hann segi af sér og ásaka hann um að hlusta ekki á kjósendur sína. Þá sýna önnur myndskeið hvernig stuðningsmenn Trump ráðast gegn Romney fyrir að styðja ekki tilraunir forsetans til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið. „Ég styð Trump forseta í þeim málum þar sem ég er sammála honum,“ svarar Romney konu og biður hana yfirvegað um að setja upp grímu. Konan mótmælir í fyrstu en lætur svo undan. Spurður segist hann ekki taka undir ásakanir Trump um kosningasvik og vísar til stjórnarskrárinnar. „Ég mun útskýra það þegar þingið kemur saman.“ Utah Patriots catch Rino Romney at Salt Lake City international airport! He thinks he’s above his constituents!!! Openly bashing @realDonaldTrump!!!“These people won’t be able to walk down the street.”VOLUME UP! ☝🏼 pic.twitter.com/Lntgozkajx— Qtah (@Utah_17) January 6, 2021 Romney kaus ekki Trump í kosningunum og var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur forsetanum. Fólk á flugvellinum gerði lítið úr arfleifð Romney og konan kallaði hann „brandara“. Um borð í vélinni kyrjar lítill hópur: „Svikari, svikari!“ Romney hefur gagnrýnt yfirlýsingar samflokksmanna sinna sem hyggjast freista þess í dag að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta gerast í mesta lýðræðisríki heims,“ tísti hann. „Er það svo að metnaður er meira virði en prinsipp?“ Mitt Romney, in a flight full of patriots in their way to DC pic.twitter.com/t9uq3vkCo5— Non timebo mala (@AncPerl) January 5, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47 Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Í myndskeiðum sem hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum má heyra þegar stuðningsmenn Trump hrópa að öldungadeildarþingmanninum, krefjast þess að hann segi af sér og ásaka hann um að hlusta ekki á kjósendur sína. Þá sýna önnur myndskeið hvernig stuðningsmenn Trump ráðast gegn Romney fyrir að styðja ekki tilraunir forsetans til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið. „Ég styð Trump forseta í þeim málum þar sem ég er sammála honum,“ svarar Romney konu og biður hana yfirvegað um að setja upp grímu. Konan mótmælir í fyrstu en lætur svo undan. Spurður segist hann ekki taka undir ásakanir Trump um kosningasvik og vísar til stjórnarskrárinnar. „Ég mun útskýra það þegar þingið kemur saman.“ Utah Patriots catch Rino Romney at Salt Lake City international airport! He thinks he’s above his constituents!!! Openly bashing @realDonaldTrump!!!“These people won’t be able to walk down the street.”VOLUME UP! ☝🏼 pic.twitter.com/Lntgozkajx— Qtah (@Utah_17) January 6, 2021 Romney kaus ekki Trump í kosningunum og var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur forsetanum. Fólk á flugvellinum gerði lítið úr arfleifð Romney og konan kallaði hann „brandara“. Um borð í vélinni kyrjar lítill hópur: „Svikari, svikari!“ Romney hefur gagnrýnt yfirlýsingar samflokksmanna sinna sem hyggjast freista þess í dag að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta gerast í mesta lýðræðisríki heims,“ tísti hann. „Er það svo að metnaður er meira virði en prinsipp?“ Mitt Romney, in a flight full of patriots in their way to DC pic.twitter.com/t9uq3vkCo5— Non timebo mala (@AncPerl) January 5, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47 Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 15:47
Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. 6. janúar 2021 09:33
Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01
Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04