Smit varði mark Leiknis í Lengjudeildinni í fyrra og fengu Leiknismenn á sig fæst mörk allra liða, eða 22 í 20 leikjum.
Leiknismenn voru í 2. sæti deildarinnar þegar KSÍ blés mótið af, þegar tvær umferðir voru eftir, og fengu þar af leiðandi sæti í efstu deild á komandi leiktíð. Framarar, sem voru jafnir Leikni að stigum en með verri markatölu, hafa mótmælt niðurstöðunni og kært hana en án árangurs.