Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. janúar 2021 20:01 Fagurkerinn og fiðrildið Linda Sæberg deilir með lesendum hvaða persónueiginleikar henni finnast heillandi og óheillandi í viðtalsliðnum Boneorðin 10. „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. Linda er mikill fagurkeri og tveggja barna móðir í atvinnurekstri. Sjálf lýsir hún sér sem ævintýragjörnu fiðrildi sem elskar að lifa lífinu. Linda rekur vefverslunina Unalome ásamt því að hanna og framleiða sjálf leirmuni undir merki sínu Lindu leir. Linda er ákaflega jákvæð og lífsglöð og lýsir sér sem ævintýragjörnu fiðrildi sem elskar að lifa lífinu. Aðsend mynd „Nýja árið leggst mjög vel í mig. Það er ótrúlega margt spennandi framundan. Síðasta ár var svo mikil tiltekt og hreinsun hjá bæði okkur mannfólkinu og heiminum að ég held að það séu ótrúlega magnaðir hlutir sem bíða okkar.“ Hefur Covid-faraldurinn haft mikil áhrif á lífið þitt? „Já, vissulega. Ég stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri svo að félagslífið hefur verið ferlega rólegt síðan þá. Ég held að Covid hafi haft jákvæð og neikvæð áhrif á líf einhleypra.“ Sennilega minna um líkamlega tengingu og skyndikynni úr miðbænum, þó svo að Þórólfur hafi kvartað yfir hækkun á kynsjúkdómasmitum á tímabili. Á sama tíma hefur verið meira um spjall á samfélagsmiðlum eða í síma og fólk tilneytt til að kynnast ögn persónum hvers annars áður en það hittist. Er það ekki bara jákvætt? Linda segir að Covid-faraldurinn hafi bæði haft neikvæð og jákvæð áhrif á líf einhleyps fólks. Það sé minna um líkamleg samskipti en fólk hafi þó tíma í að spjalla og kynnast áður en það hittist. Linda deilir hér með lesendum hvað henni finnast vera heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Tilfinningagreind - Það er bara ótrúlega heillandi þegar fólk er í tengslum við tilfinningar sínar og getur skilgreint þær og rætt þær. Eru ekki allir komnir með nóg af lokaða, kalda og harða einstaklingnum? Að sjá sálina og persónuleikann - Við erum öll miklu meira en bara „sæt og heit“. Sjáðu sálina og persónuleikann og komdu með dýpri hrós en þegar við vorum fjórtán ára. Lífsgleði og ástríða - Að vera lifandi sál, finnast lífið og allir litlu og stóru hlutirnir í því þess virði að tala um eða halda upp á. Að hafa gaman og njóta. Að vilja vakna á nýjum degi með ástríðu fyrir lífinu og fólki og fara alltaf „the tiny little extra step“ til að gleðja og gera daginn áhugaverðan. Elska það! Metnaður - Manneskja með metnað fyrir lífinu. Ekki einungis fyrir vinnu og frama, heldur fyrir lífinu sjálfu. Það er heillandi. Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna? Að lykta vel - Fátt meira aðlaðandi en það að lykta vel. Hrein föt, hreint hár, hreint á rúminu, ekki andfýla. Góð líkamslykt er bara svo rosalega aðlaðandi. OFF: Að spila leiki í samskiptum - Það er nánast ekkert jafn óheillandi og að geta ekki sagt nákvæmlega hvað það er sem einstaklingurinn vill eða hugsar. Erum við ekki hvort sem er öll orðin of gömul fyrir þessa leiki sem enginn kann? Leti - Fátt meira aðlaðandi en að henda sér í þau verk sem þarf að gera. Ekki gera þau seinna eða horfa á mig gera þau. Drifkraftur er kynþokkafullur. Að taka fólki og lífinu sem sjálfsögðum hlut - Hræðilegur ávani. Ekkert er sjálfsagt hérna, þakklæti og virðing er heillandi. Endalaus drykkja og djamm - Æi! Það er ekki aðlaðandi að vera skrallandi fram á nætur allar helgar. A-manneskjan nennir allavega ekki að hitta þig í þynnkunni seinnipartinn. Hroki, óheiðarleiki, karlremba, þröngsýni - Þarf ég að útskýra þetta eitthvað nánar. Vertu allavega bara annars staðar með þessa eiginleika. Góð lykt, lífsgleði og metnaður eru meðal þeirra atriða sem Linda heillast af í fari annara. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með Lindu á Instagram prófílnum hennar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ „Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar. 5. janúar 2021 21:20 Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson er flestum kunnugur og hefur hann meðal annars slegið í gegn sem Hvítvínskonan. Hann segir nýja árið leggjast virkilega vel í sig og er spenntur fyrir nýjum ævintýrum. 5. janúar 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Linda er mikill fagurkeri og tveggja barna móðir í atvinnurekstri. Sjálf lýsir hún sér sem ævintýragjörnu fiðrildi sem elskar að lifa lífinu. Linda rekur vefverslunina Unalome ásamt því að hanna og framleiða sjálf leirmuni undir merki sínu Lindu leir. Linda er ákaflega jákvæð og lífsglöð og lýsir sér sem ævintýragjörnu fiðrildi sem elskar að lifa lífinu. Aðsend mynd „Nýja árið leggst mjög vel í mig. Það er ótrúlega margt spennandi framundan. Síðasta ár var svo mikil tiltekt og hreinsun hjá bæði okkur mannfólkinu og heiminum að ég held að það séu ótrúlega magnaðir hlutir sem bíða okkar.“ Hefur Covid-faraldurinn haft mikil áhrif á lífið þitt? „Já, vissulega. Ég stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri svo að félagslífið hefur verið ferlega rólegt síðan þá. Ég held að Covid hafi haft jákvæð og neikvæð áhrif á líf einhleypra.“ Sennilega minna um líkamlega tengingu og skyndikynni úr miðbænum, þó svo að Þórólfur hafi kvartað yfir hækkun á kynsjúkdómasmitum á tímabili. Á sama tíma hefur verið meira um spjall á samfélagsmiðlum eða í síma og fólk tilneytt til að kynnast ögn persónum hvers annars áður en það hittist. Er það ekki bara jákvætt? Linda segir að Covid-faraldurinn hafi bæði haft neikvæð og jákvæð áhrif á líf einhleyps fólks. Það sé minna um líkamleg samskipti en fólk hafi þó tíma í að spjalla og kynnast áður en það hittist. Linda deilir hér með lesendum hvað henni finnast vera heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Tilfinningagreind - Það er bara ótrúlega heillandi þegar fólk er í tengslum við tilfinningar sínar og getur skilgreint þær og rætt þær. Eru ekki allir komnir með nóg af lokaða, kalda og harða einstaklingnum? Að sjá sálina og persónuleikann - Við erum öll miklu meira en bara „sæt og heit“. Sjáðu sálina og persónuleikann og komdu með dýpri hrós en þegar við vorum fjórtán ára. Lífsgleði og ástríða - Að vera lifandi sál, finnast lífið og allir litlu og stóru hlutirnir í því þess virði að tala um eða halda upp á. Að hafa gaman og njóta. Að vilja vakna á nýjum degi með ástríðu fyrir lífinu og fólki og fara alltaf „the tiny little extra step“ til að gleðja og gera daginn áhugaverðan. Elska það! Metnaður - Manneskja með metnað fyrir lífinu. Ekki einungis fyrir vinnu og frama, heldur fyrir lífinu sjálfu. Það er heillandi. Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna? Að lykta vel - Fátt meira aðlaðandi en það að lykta vel. Hrein föt, hreint hár, hreint á rúminu, ekki andfýla. Góð líkamslykt er bara svo rosalega aðlaðandi. OFF: Að spila leiki í samskiptum - Það er nánast ekkert jafn óheillandi og að geta ekki sagt nákvæmlega hvað það er sem einstaklingurinn vill eða hugsar. Erum við ekki hvort sem er öll orðin of gömul fyrir þessa leiki sem enginn kann? Leti - Fátt meira aðlaðandi en að henda sér í þau verk sem þarf að gera. Ekki gera þau seinna eða horfa á mig gera þau. Drifkraftur er kynþokkafullur. Að taka fólki og lífinu sem sjálfsögðum hlut - Hræðilegur ávani. Ekkert er sjálfsagt hérna, þakklæti og virðing er heillandi. Endalaus drykkja og djamm - Æi! Það er ekki aðlaðandi að vera skrallandi fram á nætur allar helgar. A-manneskjan nennir allavega ekki að hitta þig í þynnkunni seinnipartinn. Hroki, óheiðarleiki, karlremba, þröngsýni - Þarf ég að útskýra þetta eitthvað nánar. Vertu allavega bara annars staðar með þessa eiginleika. Góð lykt, lífsgleði og metnaður eru meðal þeirra atriða sem Linda heillast af í fari annara. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með Lindu á Instagram prófílnum hennar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ „Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar. 5. janúar 2021 21:20 Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson er flestum kunnugur og hefur hann meðal annars slegið í gegn sem Hvítvínskonan. Hann segir nýja árið leggjast virkilega vel í sig og er spenntur fyrir nýjum ævintýrum. 5. janúar 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“ „Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar. 5. janúar 2021 21:20
Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson er flestum kunnugur og hefur hann meðal annars slegið í gegn sem Hvítvínskonan. Hann segir nýja árið leggjast virkilega vel í sig og er spenntur fyrir nýjum ævintýrum. 5. janúar 2021 20:00