Áhrifavaldurinn sem ætlar sér að verða á undan John Snorra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 12:00 Kynningarmynd frá Magdalenu Gorzkowska sem á að tákna umbreytinguna úr frjálsíþróttagarpi yfir í fjallagarp. Magdalena Gorzkowska John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem ætlar sér að verða fyrstur til þess að klifra upp á tind K2 að vetrarlagi. Pólsk frjálsíþróttakona hefur sama markmið, þrátt fyrir að í heimalandi hennar hafi heyrst efasemdaraddir um atlögu hennar að næsthæsta fjalli heims. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi má reikna með að um sextíu manns muni gera atlögu að tindi næst hæsta fjall heims þetta vetrartímabilið. Þar á meðal eru hópar á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seven Summit. Pólska frjálsíþróttakonan og fjallagarpurinn Magdalena Gorzkowska er ein af þeim sem nýtur aðstoðar Seven Summit, og hún ætlar sér að verða fyrst upp á topp K2 að vetrarlagi, þrátt fyrir gagnrýnisraddir í heimalandi hennar. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Gorzkowska (@magdensz) „Bíðið þið bara þangað til pólskir Youtuberar, Instagrammarar og aðrir áhrifavaldar segjast ætla upp á K2 að vetrarlagi,“ er samlandi hennar og og reyndur fjallagarpur að nafni Marcin Miotk sagður hafa sagt þegar hann heyrði af því að Gorzkowska ætlaði sér upp á K2. „Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ Í frétt Reuters um tilraun Gorzkowska kemur fram að ýmsir í heimalandi hennar líti á tilraun hennar sem fátt annað en tilraun til þess að vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum, en Gorzkowzka er til að mynda vinsæl á Instagram þar sem yfir tuttugu þúsendur fylgjendur fylgjast með henni. Það er þó ekki eins og Gorzkowska sé byrjandi í fjallamennskunni. Árið 2018 varð hún yngsta pólska konan í sögunni til þess að klifra Everest, þá 26 ára gömul, auk þess sem að hún hefur klifið fleiri krefjandi fjöll. Þá er Gorzkowska einnig mikill íþróttamaður en hún státar meðal ananrs af silfurverðlaunum í 400 metra boðhlaupi á HM innanhús í frjálsum íþróttum. Hún segir að hana hafi lengi dreymt um K2. Magdalena Gorzkowska sést hér lengst til hægri þegar hún vann til silfurverðlauna á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í 400 metra boðhlaupi árið 2016.EPA/JOHN G. MABANGLO „Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Gorzkowska sem er komin í grunnbúðirnar. Þar bíða fjallagarparnir nú eftir því að veður sloti svo hægt verði undirbúa klifrið upp á topp. Hún gefur lítið fyrir þá sem gagnrýnt hafa tilraun hennar til þess að verða fyrst til þess að komast upp á K2 að vetrarlagi. „Það geta allir haft sína skoðun og sumir telja að það þurfi margra ára reynslu til þess að komast í gegnum svona áskorun. Ég geri bara það sem ég tel að ég geti. Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ John Snorri ætlar ekki að flýta sér um of Sem fyrr segir eru hóparnir sem komnir eru í hlíðar K2 nú í grunnbúðunum, þar á meðal John Snorri. Í stuttu viðtali á vef Alan Arnette segir John Snorri að honum líði vel, hann stefni enn á að vera fyrstur upp en að hann sé ekki að flýta sér, nægur tími sé framundan, enda sé hann og yemi hans með birgðir sem endist fram í mars. Fjallamennska Frjálsar íþróttir Samfélagsmiðlar John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi má reikna með að um sextíu manns muni gera atlögu að tindi næst hæsta fjall heims þetta vetrartímabilið. Þar á meðal eru hópar á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seven Summit. Pólska frjálsíþróttakonan og fjallagarpurinn Magdalena Gorzkowska er ein af þeim sem nýtur aðstoðar Seven Summit, og hún ætlar sér að verða fyrst upp á topp K2 að vetrarlagi, þrátt fyrir gagnrýnisraddir í heimalandi hennar. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Gorzkowska (@magdensz) „Bíðið þið bara þangað til pólskir Youtuberar, Instagrammarar og aðrir áhrifavaldar segjast ætla upp á K2 að vetrarlagi,“ er samlandi hennar og og reyndur fjallagarpur að nafni Marcin Miotk sagður hafa sagt þegar hann heyrði af því að Gorzkowska ætlaði sér upp á K2. „Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ Í frétt Reuters um tilraun Gorzkowska kemur fram að ýmsir í heimalandi hennar líti á tilraun hennar sem fátt annað en tilraun til þess að vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum, en Gorzkowzka er til að mynda vinsæl á Instagram þar sem yfir tuttugu þúsendur fylgjendur fylgjast með henni. Það er þó ekki eins og Gorzkowska sé byrjandi í fjallamennskunni. Árið 2018 varð hún yngsta pólska konan í sögunni til þess að klifra Everest, þá 26 ára gömul, auk þess sem að hún hefur klifið fleiri krefjandi fjöll. Þá er Gorzkowska einnig mikill íþróttamaður en hún státar meðal ananrs af silfurverðlaunum í 400 metra boðhlaupi á HM innanhús í frjálsum íþróttum. Hún segir að hana hafi lengi dreymt um K2. Magdalena Gorzkowska sést hér lengst til hægri þegar hún vann til silfurverðlauna á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í 400 metra boðhlaupi árið 2016.EPA/JOHN G. MABANGLO „Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Gorzkowska sem er komin í grunnbúðirnar. Þar bíða fjallagarparnir nú eftir því að veður sloti svo hægt verði undirbúa klifrið upp á topp. Hún gefur lítið fyrir þá sem gagnrýnt hafa tilraun hennar til þess að verða fyrst til þess að komast upp á K2 að vetrarlagi. „Það geta allir haft sína skoðun og sumir telja að það þurfi margra ára reynslu til þess að komast í gegnum svona áskorun. Ég geri bara það sem ég tel að ég geti. Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ John Snorri ætlar ekki að flýta sér um of Sem fyrr segir eru hóparnir sem komnir eru í hlíðar K2 nú í grunnbúðunum, þar á meðal John Snorri. Í stuttu viðtali á vef Alan Arnette segir John Snorri að honum líði vel, hann stefni enn á að vera fyrstur upp en að hann sé ekki að flýta sér, nægur tími sé framundan, enda sé hann og yemi hans með birgðir sem endist fram í mars.
Fjallamennska Frjálsar íþróttir Samfélagsmiðlar John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43
John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01