Ellý Ármanns spáir fyrir helstu leikendum í íslensku samfélagi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2021 10:30 Ellý Ármanns er fær spákona. Ellý Ármannsdóttir spákona hefur haft nóg að gera að undanförnu við að spá fyrir Íslendingum sem vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira. Ísland í dag Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira.
Ísland í dag Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira