Í gærmorgun varð jarðskjálfti að stærð 3,3 47 kílómetra norðaustur af Grímsey.
Jarðskjálfti við Gjögurtá fannst í Fjallabygð

Jarðskjálfti að stærð 2,8 varð um fjórtán kílómetra vestur af Gjögurtá. Tilkynningar hafa borist frá Ólafsfirði og Siglufirði um að skjálftinn hafi fundist, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.