Pele er ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 10:31 Pele átti magnaðan feril en spilaði aldrei með evrópsku liði. Getty/Mario Tama Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele er ekki alltof sáttur við það að missa bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp fyrir sig á síðustu dögum. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira