Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:25 Kristinn fagnar tíðindum dagsins í máli Assange en segir baráttunni hvergi nærri lokið. Jack Taylor/Getty Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00