73 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum á geðlyfjum Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. janúar 2021 22:00 Neysla íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum á geðlyfjum hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. Getty 58,5% íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum voru með geðsjúkdómagreiningu árið 2018 og tóku 72,5% íbúa einhvers konar geðlyf að staðaldri. Neysla slíkra lyfja hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. 22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira