Sveindís Jane á lista UEFA yfir 10 efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 22:45 Sveindís Jane Jónsdóttir vísir/vilhelm Framtíðin virðist björt í íslenskri knattspyrnu. Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18