Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 23:39 Mitch McConnell og Nancy Pelosi. Drew Angerer/Getty Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39