Segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 18:57 Lungnalæknir segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni með tilheyrandi svifryksmengun. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda í gær og mældist hæsta gildið þrefalt yfir heilsuverndarmörkum. Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hæst mældist mengunin 165 í Húsdýragarðinum sem er þrefalt yfir mörkum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir tölurnar með því hæsta sem gerist. Mælingar sýna einnig að stór hluti svifryksins er fínt - sem hefur meiri áhrif á heilsu fólks en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Lungnalæknir segir svifryksmengun hafa töluverð áhrif á fólk með lungnasjúkdóma enda finni það fyrir auknum einkennum þegar mengunin er mikil. „Síðan eru það langtímaáhrif að þegar svifrykið er svona fínt eins og það var núna þá berst það inn í blóðrásina og getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum meðal annars,“ sagði Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir. Ekki réttlætanlegt Hann segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í svo miklu magni með tilheyrandi mengun. „Ég finn það núna að þegar fólk er búið að kynnast sóttkví og einangrun að það er miklu meiri samúð með fólki með lungnasjúkdóma heldur en áður og fólki finnst ekki eðlilegt lengur að þeir þurfi að sætta sig við það að vera í einangrun yfir áramót og geta ekki farið út og átt eðlileg áramót með sínum nánustu og ekki getað það árum og áratugum saman þannig ég held að fólk sé bara að vakna til lífins um þetta núna með betri skilningi,“ sagði Gunnar. Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hæst mældist mengunin 165 í Húsdýragarðinum sem er þrefalt yfir mörkum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir tölurnar með því hæsta sem gerist. Mælingar sýna einnig að stór hluti svifryksins er fínt - sem hefur meiri áhrif á heilsu fólks en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Lungnalæknir segir svifryksmengun hafa töluverð áhrif á fólk með lungnasjúkdóma enda finni það fyrir auknum einkennum þegar mengunin er mikil. „Síðan eru það langtímaáhrif að þegar svifrykið er svona fínt eins og það var núna þá berst það inn í blóðrásina og getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum meðal annars,“ sagði Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir. Ekki réttlætanlegt Hann segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í svo miklu magni með tilheyrandi mengun. „Ég finn það núna að þegar fólk er búið að kynnast sóttkví og einangrun að það er miklu meiri samúð með fólki með lungnasjúkdóma heldur en áður og fólki finnst ekki eðlilegt lengur að þeir þurfi að sætta sig við það að vera í einangrun yfir áramót og geta ekki farið út og átt eðlileg áramót með sínum nánustu og ekki getað það árum og áratugum saman þannig ég held að fólk sé bara að vakna til lífins um þetta núna með betri skilningi,“ sagði Gunnar.
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira