Segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 18:57 Lungnalæknir segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni með tilheyrandi svifryksmengun. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda í gær og mældist hæsta gildið þrefalt yfir heilsuverndarmörkum. Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hæst mældist mengunin 165 í Húsdýragarðinum sem er þrefalt yfir mörkum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir tölurnar með því hæsta sem gerist. Mælingar sýna einnig að stór hluti svifryksins er fínt - sem hefur meiri áhrif á heilsu fólks en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Lungnalæknir segir svifryksmengun hafa töluverð áhrif á fólk með lungnasjúkdóma enda finni það fyrir auknum einkennum þegar mengunin er mikil. „Síðan eru það langtímaáhrif að þegar svifrykið er svona fínt eins og það var núna þá berst það inn í blóðrásina og getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum meðal annars,“ sagði Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir. Ekki réttlætanlegt Hann segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í svo miklu magni með tilheyrandi mengun. „Ég finn það núna að þegar fólk er búið að kynnast sóttkví og einangrun að það er miklu meiri samúð með fólki með lungnasjúkdóma heldur en áður og fólki finnst ekki eðlilegt lengur að þeir þurfi að sætta sig við það að vera í einangrun yfir áramót og geta ekki farið út og átt eðlileg áramót með sínum nánustu og ekki getað það árum og áratugum saman þannig ég held að fólk sé bara að vakna til lífins um þetta núna með betri skilningi,“ sagði Gunnar. Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hæst mældist mengunin 165 í Húsdýragarðinum sem er þrefalt yfir mörkum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir tölurnar með því hæsta sem gerist. Mælingar sýna einnig að stór hluti svifryksins er fínt - sem hefur meiri áhrif á heilsu fólks en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Lungnalæknir segir svifryksmengun hafa töluverð áhrif á fólk með lungnasjúkdóma enda finni það fyrir auknum einkennum þegar mengunin er mikil. „Síðan eru það langtímaáhrif að þegar svifrykið er svona fínt eins og það var núna þá berst það inn í blóðrásina og getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum meðal annars,“ sagði Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir. Ekki réttlætanlegt Hann segir ekki réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í svo miklu magni með tilheyrandi mengun. „Ég finn það núna að þegar fólk er búið að kynnast sóttkví og einangrun að það er miklu meiri samúð með fólki með lungnasjúkdóma heldur en áður og fólki finnst ekki eðlilegt lengur að þeir þurfi að sætta sig við það að vera í einangrun yfir áramót og geta ekki farið út og átt eðlileg áramót með sínum nánustu og ekki getað það árum og áratugum saman þannig ég held að fólk sé bara að vakna til lífins um þetta núna með betri skilningi,“ sagði Gunnar.
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira