Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2021 07:57 Lars Løkke Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Getty Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. „Með vilja og kjark til að mæta hinum nýja heimi sem við stöndum frammi fyrir, en að sjálfsögðu með nokkrum trega, hef ég ákveðið nú þegar nýtt ár gengur í garð að frelsa sjálfan mig og yfirgefa Venstre eftir fjörutíu ára flokksaðild,“ segir Rasmussen á Facebook. Í færslunni segir að hann muni halda sæti sínu á þingi og verður því óháður þingmaður. Mikil innanflokksátök hafa staðið í Venstre síðustu vikurnar þar sem Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, lét af varaþingmennsku í flokknum skömmu fyrir áramót. Þetta gerði hún eftir að formaðurinn Jakob Elleman-Jensen lýsti því yfir að hann styðji að Landsdómur í Danmörku taki mál Støjberg til umfjöllunar, en hún er sökuð um að hafa gefið út ólögleg fyrirmæli í ráðherratíð sinni þegar hún fyrirskipaði að giftir hælisleitendur yngri en átján ára skyldu aðskildir. Sagði Elleman-Jensen að hann og Støjberg gætu ekki lengur unnið saman og að hún hefði ítrekað gengið og talað gegn línu formannsins. Rasmussen minnist þó ekki sérstaklega á innanflökksátökin í færslu sinni í gærkvöldi. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Med lyst og mod til at møde den ny verden, der står foran os, men naturligvis også iblandet vemod, har jeg her til nytår...Posted by Lars Løkke Rasmussen on Friday, 1 January 2021 Danmörk Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
„Með vilja og kjark til að mæta hinum nýja heimi sem við stöndum frammi fyrir, en að sjálfsögðu með nokkrum trega, hef ég ákveðið nú þegar nýtt ár gengur í garð að frelsa sjálfan mig og yfirgefa Venstre eftir fjörutíu ára flokksaðild,“ segir Rasmussen á Facebook. Í færslunni segir að hann muni halda sæti sínu á þingi og verður því óháður þingmaður. Mikil innanflokksátök hafa staðið í Venstre síðustu vikurnar þar sem Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, lét af varaþingmennsku í flokknum skömmu fyrir áramót. Þetta gerði hún eftir að formaðurinn Jakob Elleman-Jensen lýsti því yfir að hann styðji að Landsdómur í Danmörku taki mál Støjberg til umfjöllunar, en hún er sökuð um að hafa gefið út ólögleg fyrirmæli í ráðherratíð sinni þegar hún fyrirskipaði að giftir hælisleitendur yngri en átján ára skyldu aðskildir. Sagði Elleman-Jensen að hann og Støjberg gætu ekki lengur unnið saman og að hún hefði ítrekað gengið og talað gegn línu formannsins. Rasmussen minnist þó ekki sérstaklega á innanflökksátökin í færslu sinni í gærkvöldi. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Med lyst og mod til at møde den ny verden, der står foran os, men naturligvis også iblandet vemod, har jeg her til nytår...Posted by Lars Løkke Rasmussen on Friday, 1 January 2021
Danmörk Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila