Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2021 07:57 Lars Løkke Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Getty Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. „Með vilja og kjark til að mæta hinum nýja heimi sem við stöndum frammi fyrir, en að sjálfsögðu með nokkrum trega, hef ég ákveðið nú þegar nýtt ár gengur í garð að frelsa sjálfan mig og yfirgefa Venstre eftir fjörutíu ára flokksaðild,“ segir Rasmussen á Facebook. Í færslunni segir að hann muni halda sæti sínu á þingi og verður því óháður þingmaður. Mikil innanflokksátök hafa staðið í Venstre síðustu vikurnar þar sem Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, lét af varaþingmennsku í flokknum skömmu fyrir áramót. Þetta gerði hún eftir að formaðurinn Jakob Elleman-Jensen lýsti því yfir að hann styðji að Landsdómur í Danmörku taki mál Støjberg til umfjöllunar, en hún er sökuð um að hafa gefið út ólögleg fyrirmæli í ráðherratíð sinni þegar hún fyrirskipaði að giftir hælisleitendur yngri en átján ára skyldu aðskildir. Sagði Elleman-Jensen að hann og Støjberg gætu ekki lengur unnið saman og að hún hefði ítrekað gengið og talað gegn línu formannsins. Rasmussen minnist þó ekki sérstaklega á innanflökksátökin í færslu sinni í gærkvöldi. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Med lyst og mod til at møde den ny verden, der står foran os, men naturligvis også iblandet vemod, har jeg her til nytår...Posted by Lars Løkke Rasmussen on Friday, 1 January 2021 Danmörk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
„Með vilja og kjark til að mæta hinum nýja heimi sem við stöndum frammi fyrir, en að sjálfsögðu með nokkrum trega, hef ég ákveðið nú þegar nýtt ár gengur í garð að frelsa sjálfan mig og yfirgefa Venstre eftir fjörutíu ára flokksaðild,“ segir Rasmussen á Facebook. Í færslunni segir að hann muni halda sæti sínu á þingi og verður því óháður þingmaður. Mikil innanflokksátök hafa staðið í Venstre síðustu vikurnar þar sem Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, lét af varaþingmennsku í flokknum skömmu fyrir áramót. Þetta gerði hún eftir að formaðurinn Jakob Elleman-Jensen lýsti því yfir að hann styðji að Landsdómur í Danmörku taki mál Støjberg til umfjöllunar, en hún er sökuð um að hafa gefið út ólögleg fyrirmæli í ráðherratíð sinni þegar hún fyrirskipaði að giftir hælisleitendur yngri en átján ára skyldu aðskildir. Sagði Elleman-Jensen að hann og Støjberg gætu ekki lengur unnið saman og að hún hefði ítrekað gengið og talað gegn línu formannsins. Rasmussen minnist þó ekki sérstaklega á innanflökksátökin í færslu sinni í gærkvöldi. Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og svo aftur frá 2015 til 2019. Med lyst og mod til at møde den ny verden, der står foran os, men naturligvis også iblandet vemod, har jeg her til nytår...Posted by Lars Løkke Rasmussen on Friday, 1 January 2021
Danmörk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira