„Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 23:26 Bayle Gelle sýnir fjölmiðlum mynd af Dolal Idd, 22 ára syni hans, sem lögregla í Minneapolis skaut til bana á miðvikudag. Chao Xiong/Star Tribune/AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00
Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59
Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06