Elabdellaoui leikur fyrir tyrkneska stórveldið Galatasaray sem gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins í nótt.
Í henni segir að Elabdellaoui gæti hafa slasast alvarlega eftir að flugeldur sprakk í höndum hans á heimili hans en hann meiddist illa á auga og var í fyrstu óttast að hann hafi misst sjón.
Fatih Terim, stjóri Galatasaray, varði nýársnóttinni á sjúkrahúsinu með leikmanninum sem er á sinni fyrstu leiktíð hjá tyrknesku liðinu.