Hlöðuþak losnaði og gróðurhús brotnaði í storminum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2020 13:03 Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru á þriðja tug vegna suðvestan stormsins sem geisaði fram eftir nóttu. Sveinn Arnarsson, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra og fyrrverandi blaðamaður, var frekar leiður þegar hann tók eftir því að eftirlætis tréð hans, myndarlegur heggur sem stóð fyrir utan húsið hans, hefði kubbast í sundur í storminum. Sveinn Arnarsson Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir. Akureyri Veður Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir.
Akureyri Veður Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent