Jordan vildi frekar semja við Adidas en við Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 16:30 Michael Jordan með Air Jordan skóna sem urðu vinsælustu körfuboltaskór heims. EPA/PAUL HILTON Samningur Michael Jordan og Nike er nú hluti af íþróttasögunni enda átti hann mikinn þátt í því að gera Nike að einu vinsælasta íþróttavörumerki heims. Fyrsti samningur Michael Jordan og Nike var til umfjöllunar í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ sem fjalla um lokatímabil Jordan hjá Chicago Bulls. Ungur Michael Jordan sagði frá því í heimildarmyndinni að hann vildi helst semja við Adidas eftir að kom í ljós að Converse taldi sig hafa nóg af stórstjörnum á sínum snærum. How Adidas, Converse screwed up with Michael Jordan: 'He didn't even want to be at Nike' https://t.co/pErDSUfnDX pic.twitter.com/47yqKzvmsc— Yahoo News (@YahooNews) May 4, 2020 Converse var þarna aðalmerkið í NBA-deildinni og þar voru menn eins og Magic Johnson, Larry Bird og Dr J. á samning. Valið hjá Michael Jordan stóð því á milli Nike og Adidas. Adidas vildi ekki gefa honum sinn eigin skó en Nike vildi aftur á móti allt fyrir hann gera. David Falk, umboðsmaður Michael Jordan, sagði að honum hafði ekki einu sinni tekist það að fá Jordan til að fara að hitta Nike. David Falk þurfti því að leita til móðurs Jordan til að sannfæra hann. „Móðir mín sagði: Þú ferð og hlutar á þá. Þú verður kannski ekki hrifinn en þú ferð og hlustar. Hún skipaði mér að fara upp í flugvélina og á fundinn,“ rifjaði Michael Jordan upp. „Ég fór inn á fundinn án þess að vilja vera þar. Nike kláraði kynninguna. Faðir minn sagði síðan við mig: Þú værir algjör vitleysingur ef þú skrifar ekki undir þennan samning. Þetta er besti samningurinn,“ sagði Jordan. Hann tók ráðum föður síns. Michael Jordan Reveals He Wanted To Originally Partner With Adidas Over Nike https://t.co/w27rVPDsBQ— The Source Magazine (@TheSource) May 5, 2020 Jordan fékk 250 þúsund dollara fyrir þennan fyrsta samning sem var mjög mikill peningur á þeim tíma. Nike sá samt ekki eftir því. „Væntingar Nike voru að selja Air Jordan skó fyrir þrjár milljónir dollara á þessum fjórum árum. Við seldum skó fyrir 126 milljónir dollara á fyrsta árinu,“ sagði David Falk, umboðsmaður Michael Jordan. Air Jordan skórnir hafa síðan haldið áfram að seljast fyrir milljónir dollara allt til dagsins í dag. NBA Tengdar fréttir Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Samningur Michael Jordan og Nike er nú hluti af íþróttasögunni enda átti hann mikinn þátt í því að gera Nike að einu vinsælasta íþróttavörumerki heims. Fyrsti samningur Michael Jordan og Nike var til umfjöllunar í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ sem fjalla um lokatímabil Jordan hjá Chicago Bulls. Ungur Michael Jordan sagði frá því í heimildarmyndinni að hann vildi helst semja við Adidas eftir að kom í ljós að Converse taldi sig hafa nóg af stórstjörnum á sínum snærum. How Adidas, Converse screwed up with Michael Jordan: 'He didn't even want to be at Nike' https://t.co/pErDSUfnDX pic.twitter.com/47yqKzvmsc— Yahoo News (@YahooNews) May 4, 2020 Converse var þarna aðalmerkið í NBA-deildinni og þar voru menn eins og Magic Johnson, Larry Bird og Dr J. á samning. Valið hjá Michael Jordan stóð því á milli Nike og Adidas. Adidas vildi ekki gefa honum sinn eigin skó en Nike vildi aftur á móti allt fyrir hann gera. David Falk, umboðsmaður Michael Jordan, sagði að honum hafði ekki einu sinni tekist það að fá Jordan til að fara að hitta Nike. David Falk þurfti því að leita til móðurs Jordan til að sannfæra hann. „Móðir mín sagði: Þú ferð og hlutar á þá. Þú verður kannski ekki hrifinn en þú ferð og hlustar. Hún skipaði mér að fara upp í flugvélina og á fundinn,“ rifjaði Michael Jordan upp. „Ég fór inn á fundinn án þess að vilja vera þar. Nike kláraði kynninguna. Faðir minn sagði síðan við mig: Þú værir algjör vitleysingur ef þú skrifar ekki undir þennan samning. Þetta er besti samningurinn,“ sagði Jordan. Hann tók ráðum föður síns. Michael Jordan Reveals He Wanted To Originally Partner With Adidas Over Nike https://t.co/w27rVPDsBQ— The Source Magazine (@TheSource) May 5, 2020 Jordan fékk 250 þúsund dollara fyrir þennan fyrsta samning sem var mjög mikill peningur á þeim tíma. Nike sá samt ekki eftir því. „Væntingar Nike voru að selja Air Jordan skó fyrir þrjár milljónir dollara á þessum fjórum árum. Við seldum skó fyrir 126 milljónir dollara á fyrsta árinu,“ sagði David Falk, umboðsmaður Michael Jordan. Air Jordan skórnir hafa síðan haldið áfram að seljast fyrir milljónir dollara allt til dagsins í dag.
NBA Tengdar fréttir Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00
Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00
Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30
Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30