Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2020 10:58 Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður SAF. Vísir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. Í frumvarpi fjármálaráðherra um greiðslu ríkisins á hluta launa á uppsagnafresti verður gengið út frá venjulegum skyldum launþega. Í Morgunblaðinu í dag segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, umhugsunarvert að fyrirtæki sem nýti sér þessa leið láti starfsfólk sitt vinna uppsagnafrestinn. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðarpakka til viðbótar við hlutabótaleiðina sem áður hafði verið kynnt. Aðgerðin sneri að því að fyrirtæki sem orðið höfðu fyrir að minnsta kosti 75% tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins gætu sótt um stuðning frá ríkinu um greiðslu stórs hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Tilgangurinn er að forða fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot og geti verið í stakk búin að hefja rekstur á ný þegar birti til. Langsamlega stærsti hluti þeirra fyrirtækja sem nýta sér þessa leið eru í ferðaþjónustu. Stór spurningamerki Drífu Drífa Snædal hefur verið gagnrýnin á viðbrögð fyrirtækja við aðgerðum ríkisstjórnar. Hún hefur fullyrt að fyrirtæki misnoti hlutabótaleiðina með því að láta fólk vinna fullt starf á meðan ríkið greiði 75% af launum þess. Drífa hefur þó ekki viljað nefna fyrirtækin sem eigi í hlut. Hún setur sömuleiðis spurningamerki við að fyrirtæki nýti sér starfsfólk til fulls þegar það greiði ekki sjálft uppsagnarfrestinn nema að hluta. Drífa Snædal, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm Drífa segir í Morgunblaðinu að hafa beri í huga að fyrirtæki sem fari í þetta úrræði hafi orðið fyrir stórfelldu tekjutapi. Starfsemi þeirra ætti því eðli málsins samkvæmt að vera lítil sem engin. „Þetta er hugsað til að koma fyrirtækjum í var, en ekki sem beinn ríkisstuðningur við laun fólks í fullri vinnu,“ segir Drífa. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er mál manna að iðjuleysi sé undirrót margvíslegra vandamála og mikilvægt sé að halda rútínu og hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og við var að búast, þá setur Drífa Snædal forseti ASÍ spurningamerki við það að fólk sem sagt hefur verið upp störfum hjá fyrirtækjum sem eru að upplifa meira en 75% samdrátt sé látið vinna uppsagnarfrestinn. Það er alltaf sama tortryggnin á þeim bænum,“ segir Bjarnheiður. Margt sé að athuga við afstöðu Drífu. „Hvar er framtíðarsýnin? Samræmist það hagsmunum launþega að sitja heima frekar en að vera í vinnu? Er það betra fyrir þá að einhverju leyti? Er það betra og árangursríkara fyrir samfélagið? Stuðlar það að því að viðspyrnan eftir faraldurinn verði öflugri?“ Þeir sem reki fyrirtæki viti að þau séu mörg verkefnin sem hægt er að sinna og tækifæri gefst til að sinna enn betur þegar viðskipti eru lítil sem engin. Í þágu allra að fyrirtækin verði tilbúin „Ferðaþjónustufyrirtæki eru alls konar og þar gerist margt á bakvið tjöldin, sem ekki er sýnilegt þeim sem ekki vilja sjá. Má þar nefna undirbúning fyrir næsta ár, sem hvort eð er hefði átt sér stað í sumar. Auk þess vöruþróun, textagerð, hugbúnaðargerð, vinnu við viðhald vefsíða og bókunarkerfa, framleiðslu markaðsefnis,uppfærslu upplýsinga og ferðagagna, samskipti við byrgja og söluaðila erlendis, viðhald húsa og tækja og margt, margt fleira. Er það ekki í þágu bæði atvinnurekenda, launþega og samfélagsins alls að fyrirtækin verði sem best undirbúin þegar hjólin taka að snúast á ný? Er það ekki tilgangur þeirra aðgerða sem verið er að ráðast í nú?“ Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi séu heitustu orðin í dag og einmitt það sem ASÍ vilji leggja áherslu á. „Hvarflar það að Drífu Snædal að það sé einmitt það, sem þessi fyrirtæki gætu nú lagt meiri áherslu á, meðan á þessu ástandi stendur?“ Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. Í frumvarpi fjármálaráðherra um greiðslu ríkisins á hluta launa á uppsagnafresti verður gengið út frá venjulegum skyldum launþega. Í Morgunblaðinu í dag segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, umhugsunarvert að fyrirtæki sem nýti sér þessa leið láti starfsfólk sitt vinna uppsagnafrestinn. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðarpakka til viðbótar við hlutabótaleiðina sem áður hafði verið kynnt. Aðgerðin sneri að því að fyrirtæki sem orðið höfðu fyrir að minnsta kosti 75% tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins gætu sótt um stuðning frá ríkinu um greiðslu stórs hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Tilgangurinn er að forða fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot og geti verið í stakk búin að hefja rekstur á ný þegar birti til. Langsamlega stærsti hluti þeirra fyrirtækja sem nýta sér þessa leið eru í ferðaþjónustu. Stór spurningamerki Drífu Drífa Snædal hefur verið gagnrýnin á viðbrögð fyrirtækja við aðgerðum ríkisstjórnar. Hún hefur fullyrt að fyrirtæki misnoti hlutabótaleiðina með því að láta fólk vinna fullt starf á meðan ríkið greiði 75% af launum þess. Drífa hefur þó ekki viljað nefna fyrirtækin sem eigi í hlut. Hún setur sömuleiðis spurningamerki við að fyrirtæki nýti sér starfsfólk til fulls þegar það greiði ekki sjálft uppsagnarfrestinn nema að hluta. Drífa Snædal, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm Drífa segir í Morgunblaðinu að hafa beri í huga að fyrirtæki sem fari í þetta úrræði hafi orðið fyrir stórfelldu tekjutapi. Starfsemi þeirra ætti því eðli málsins samkvæmt að vera lítil sem engin. „Þetta er hugsað til að koma fyrirtækjum í var, en ekki sem beinn ríkisstuðningur við laun fólks í fullri vinnu,“ segir Drífa. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er mál manna að iðjuleysi sé undirrót margvíslegra vandamála og mikilvægt sé að halda rútínu og hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og við var að búast, þá setur Drífa Snædal forseti ASÍ spurningamerki við það að fólk sem sagt hefur verið upp störfum hjá fyrirtækjum sem eru að upplifa meira en 75% samdrátt sé látið vinna uppsagnarfrestinn. Það er alltaf sama tortryggnin á þeim bænum,“ segir Bjarnheiður. Margt sé að athuga við afstöðu Drífu. „Hvar er framtíðarsýnin? Samræmist það hagsmunum launþega að sitja heima frekar en að vera í vinnu? Er það betra fyrir þá að einhverju leyti? Er það betra og árangursríkara fyrir samfélagið? Stuðlar það að því að viðspyrnan eftir faraldurinn verði öflugri?“ Þeir sem reki fyrirtæki viti að þau séu mörg verkefnin sem hægt er að sinna og tækifæri gefst til að sinna enn betur þegar viðskipti eru lítil sem engin. Í þágu allra að fyrirtækin verði tilbúin „Ferðaþjónustufyrirtæki eru alls konar og þar gerist margt á bakvið tjöldin, sem ekki er sýnilegt þeim sem ekki vilja sjá. Má þar nefna undirbúning fyrir næsta ár, sem hvort eð er hefði átt sér stað í sumar. Auk þess vöruþróun, textagerð, hugbúnaðargerð, vinnu við viðhald vefsíða og bókunarkerfa, framleiðslu markaðsefnis,uppfærslu upplýsinga og ferðagagna, samskipti við byrgja og söluaðila erlendis, viðhald húsa og tækja og margt, margt fleira. Er það ekki í þágu bæði atvinnurekenda, launþega og samfélagsins alls að fyrirtækin verði sem best undirbúin þegar hjólin taka að snúast á ný? Er það ekki tilgangur þeirra aðgerða sem verið er að ráðast í nú?“ Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi séu heitustu orðin í dag og einmitt það sem ASÍ vilji leggja áherslu á. „Hvarflar það að Drífu Snædal að það sé einmitt það, sem þessi fyrirtæki gætu nú lagt meiri áherslu á, meðan á þessu ástandi stendur?“
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira