Náðu að grípa smitaða með umfangsmiklum prófunum Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 10:38 Leikstjórinn Baltasar Kormákur. Vísir/Getty Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu. Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu.
Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira