Erlent

Lög­regla girðir af svæði við heimili Hagen-hjónanna

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Noregi handtók Tom Hagen á leið sinni til vinnu þann 28. apríl síðastliðinn.
Lögregla í Noregi handtók Tom Hagen á leið sinni til vinnu þann 28. apríl síðastliðinn. EPA

Lögreglan í Noregi hefur girt af svæði í kringum heimili Tom Hagen í Lørenskog í suðausturhluta landsins. 

Af myndum af dæma sem teknar voru í morgun og birtar í norskum fjölmiðlum, má sjá hvítt tjald og fjölda lögreglumanna að störfum í kringum húsið.

Í frétt VG segir að meðal annars sé verið að rannsaka ræsisbrunn í innkeyrslunni á lóðinni.

Auðjöfurinn Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018.

Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en Tom Hagen er nú talinn hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×