Gríðarlega stolt af skólakerfinu sem hafi tæknivæðst á mettíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:01 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, heimsótti nokkra skóla nú í morgunsárið eftir að skólastarf hófst með hefðbundnum hætti. Hún kveðst stolt af íslenskum nemendum og kennurum sem hafi yfirstigið fjölmargar hindranir í samkomubanninu. Vísir Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Sjá meira
Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Sjá meira
Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30
Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04