Drepast kvalafullum dauðdaga vegna olíumengunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:05 Þessa mynd af hræjunum birti Náttúrustofa Suðurlands á Facebook-síðu sinni í gær. Náttúrustofa Suðurlands Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið. Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið.
Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira