Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már Friðriksson fór til Borås frá Njarðvík síðasta sumar og sló í gegn í Svíþjóð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
„Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00