Berglind losnar úr prísundinni: „Í fyrsta skipti í níu vikur hef ég eitthvað að hlakka til“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 12:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að bíða lengi eftir því að komast út að hreyfa sig almennilega. VÍSIR/GETTY Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32
Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12