Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 21:40 Kayleigh McEnany á sínum fyrsta blaðamannafundi og fyrsta slíka fundi í 417 daga. AP/Evan Vucci Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum. Hún sagðist aldrei ætla að gera það og bætti við: „Ég lofa ykkur því“. Það loforð entist þó ekki lengi. McEnany er fjórði upplýsingafulltrúi Hvíta hússins á rétt rúmum þremur árum. Forveri hennar, Stephanie Grisham, hélt ekki einn blaðamannafund á sínum níu mánuðum í starfi. Sarah Huckabee Sanders, sem var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins frá júlí 2017 til júlí 2019, sagði ítrekað ósatt og reifst iðulega við blaðamenn. Sean Spicer, fyrsti upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Donald Trump, byrjaði feril sinn eins og frægt er á því að halda því fram að embættistaka Trump hefði verið „sú fjölmennasta í sögunni, punktur“, þrátt fyrir að það væri fjarri lagi. Á sínum fyrsta fundi sagði McEnany ítrekað ósatt. Meðal annars laug hún um glósur starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem yfirheyrðu Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggissráðgjafa Trump. Flynn játaði í desember 2017 að hafa logið að rannsakendum FBI um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og sagðist hann þá vera meðvitaður um að það væri glæpur. Trump hafði þá rekið hann eftir um mánuði í starfi fyrir að segja embættismönnum og Mike Pence, varaforseta, ósatt um þessa fundi. Reynir að fá játningu snúið Flynn er nú að reyna að fá játningu sinni snúið við og meðal gagna í því máli eru áðurnefndar glósur rannsakenda FBI. McEnany vísaði til þeirra glósa á blaðamannafundinum í gær og laug um í hvað þeim stóð. Hún sagði að þar hafa staðið: „Við þurfum að fá Flynn til að ljúga“ og „fá hann rekinn“. Hið rétta er að í glósunum, sem voru skrifaðar fyrir yfirheyrsluna, stóð: „Hvað er markmið okkar? Játning eða að fá hann til að segja ósatt svo við getum ákært hann eða fengið hann rekinn?“ Á þeim tímapunkti höfðu rannsakendurnir lesið eftirrit af símtali Flynn og Kysliak, sem var ekki í takt við ummæli aðila eins og Pence um að Flynn hefði aldrei rætt viðskiptaþvinganir gegn Rússum við rússneska embættismenn. Þessar tilteknu spurningar um markmið rannsakendanna eru þar á auki meðal mergra glósa sem hafa verið opinberaðar. Samkvæmt greiningu CNN buðu rannsakendurnir Flynn til að mynda böguleika á því að breyta yfirlýsingu sinni svo hann gæti komist hjá ákæru. Þegar Flynn játaði að hafa logið sagði hann sömuleiðis að rannsakendur FBI hafi ekki brotið á réttindum hans eins og Trump og bandamenn hans halda ítrekað fram um þessar mundir. Michael FlynnEPA/Erik S. Lesser Dómari sem hefur skoðað mál Flynn og innri rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segja tilefni hafa verið til að hefja rannsóknina gegn hershöfðingjanum fyrrverandi. Sagði ósatt um Rússarannsóknina McEnany ræddi einnig Rússarannsóknina svokölluðu í samhengi við mál Flynn. Hún hélt því fram að sú rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi kostað 40 milljónir dala. Þar að auki sagði McEnany að rannsóknin hafi af fullu hreinsað Trump af öllum ásökunum. Í fyrsta lagi, þá kostaði rannsóknin 32 milljónir dala. Í skýrslu Mueller kemur fram að rannsakendur hans hafi ekki fundið sannanir fyrir því að framboð Trump hafi átt samráð við Rússa varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar voru lögð fram rök fyrir því í skýrslunni að Trump hafi staðið í vegi réttvísinnar. Þá kom fram þar að vegna stefnu Dómsmálráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta, vildi Mueller ekki leggja mat á það hvort Trump hafi framið glæp. Í skýrslu stóð að þó ekki væri komist að þeirri niðurstöðu, hreinsaði rannsóknin forsetann heldur ekki af sök. Mueller sjálfur ítrekaði það á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í fyrra. Sagði kosningasigur hreinsa forsetann Þegar McEnany var spurð út í ásökun um kynferðisofbeldi gegn Joe Biden og sömuleiðis þær fjölmörgu ásakanir sem hafa verið lagðar fram gegn Donald Trump, brást hún reið við. „Auðvitað munu fjölmiðlar taka mál sem snýr að fyrrverandi varaforseta og snúa því gegn forsetanum og rifja upp fjögurra ára gamlar ásakanir sem búið er að svara í kosningum íbúa Bandaríkjanna," sagði hún. Það er ýmislegt rangt við þessa setningu. Meðal annars það að ein alvarlegasta ásökunin gegn Trump var lögð fram í fyrra. Blaðakonan E. Jean Carroll sakaði hann um nauðgun. Heilt yfir hafa minnst tuttugu konur sakað Trump um kynferðislegt ofbeldi og hann segir þær allar vera að ljúga. Þá hefur Trump haldið því fram að það að hann hafi unnið forsetakosningarnar 2016 fríi hann af allri sök, eins og McEnany virtist gera í gær. Dómskerfi Bandaríkjanna virkar alls ekki á þann hátt, eins og bent er á í umfjöllun Washington Post. Umdeild yfirlýsing um öndunarvélar McEnany hélt því fram á fundinum í gær að enginn hafi dáið í Bandaríkjunum vegna skorts á öndunarvélum, sem eru mikilvægar fyrir fólk sem er alvarlega veikt vegna Covid-19. Trump sjálfur hefur líka haldið þessu fram. Mjög erfitt er að sannreyna þessa staðhæfingu og er alfarið óljóst hvaðan McEnany hefur hana. Minnst 66.045 Bandaríkjamenn hafa dáið úr Covid-19 og til þess að sannreyna það að enginn þeirra hafi ekki geta fengið öndurnarvél vegna skorts þyrfti að skoða hvert einasta sjúkrahús þar sem einhver hefur dáið. Í umfjöllun Washington Post er vísað til frétta annara miðla um að læknar hafi þurft að velja á milli sjúklinga, hver þeirra fengi aðgang að öndunarvél og hver ekki. Það er ef til vill ekki hægt að segja að að McEnany hafi sagt ósatt um það að enginn sem hafi dáið vegna Covid-19 hafi ekki fengið aðgang að öndunarvél, hafi sá þurft þess. Hins vegar er nokkuð ljóst að nánast ómögulegt er fyrir hana að vita það að svo stöddu. Ætla ekki að halda reglulega fundi Ekki er útlit fyrir að McEnany muni halda reglulega blaðamannafundi en heimildarmenn fjölmiðla ytra segja það ekki standa til. New York Times segir þó að Trump hafi verið að kvarta yfir því að hans fólk sé ekki nógu áberandi í því að verja hann og ríkisstjórn hans þessa dagana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum. Hún sagðist aldrei ætla að gera það og bætti við: „Ég lofa ykkur því“. Það loforð entist þó ekki lengi. McEnany er fjórði upplýsingafulltrúi Hvíta hússins á rétt rúmum þremur árum. Forveri hennar, Stephanie Grisham, hélt ekki einn blaðamannafund á sínum níu mánuðum í starfi. Sarah Huckabee Sanders, sem var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins frá júlí 2017 til júlí 2019, sagði ítrekað ósatt og reifst iðulega við blaðamenn. Sean Spicer, fyrsti upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Donald Trump, byrjaði feril sinn eins og frægt er á því að halda því fram að embættistaka Trump hefði verið „sú fjölmennasta í sögunni, punktur“, þrátt fyrir að það væri fjarri lagi. Á sínum fyrsta fundi sagði McEnany ítrekað ósatt. Meðal annars laug hún um glósur starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem yfirheyrðu Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggissráðgjafa Trump. Flynn játaði í desember 2017 að hafa logið að rannsakendum FBI um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og sagðist hann þá vera meðvitaður um að það væri glæpur. Trump hafði þá rekið hann eftir um mánuði í starfi fyrir að segja embættismönnum og Mike Pence, varaforseta, ósatt um þessa fundi. Reynir að fá játningu snúið Flynn er nú að reyna að fá játningu sinni snúið við og meðal gagna í því máli eru áðurnefndar glósur rannsakenda FBI. McEnany vísaði til þeirra glósa á blaðamannafundinum í gær og laug um í hvað þeim stóð. Hún sagði að þar hafa staðið: „Við þurfum að fá Flynn til að ljúga“ og „fá hann rekinn“. Hið rétta er að í glósunum, sem voru skrifaðar fyrir yfirheyrsluna, stóð: „Hvað er markmið okkar? Játning eða að fá hann til að segja ósatt svo við getum ákært hann eða fengið hann rekinn?“ Á þeim tímapunkti höfðu rannsakendurnir lesið eftirrit af símtali Flynn og Kysliak, sem var ekki í takt við ummæli aðila eins og Pence um að Flynn hefði aldrei rætt viðskiptaþvinganir gegn Rússum við rússneska embættismenn. Þessar tilteknu spurningar um markmið rannsakendanna eru þar á auki meðal mergra glósa sem hafa verið opinberaðar. Samkvæmt greiningu CNN buðu rannsakendurnir Flynn til að mynda böguleika á því að breyta yfirlýsingu sinni svo hann gæti komist hjá ákæru. Þegar Flynn játaði að hafa logið sagði hann sömuleiðis að rannsakendur FBI hafi ekki brotið á réttindum hans eins og Trump og bandamenn hans halda ítrekað fram um þessar mundir. Michael FlynnEPA/Erik S. Lesser Dómari sem hefur skoðað mál Flynn og innri rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segja tilefni hafa verið til að hefja rannsóknina gegn hershöfðingjanum fyrrverandi. Sagði ósatt um Rússarannsóknina McEnany ræddi einnig Rússarannsóknina svokölluðu í samhengi við mál Flynn. Hún hélt því fram að sú rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi kostað 40 milljónir dala. Þar að auki sagði McEnany að rannsóknin hafi af fullu hreinsað Trump af öllum ásökunum. Í fyrsta lagi, þá kostaði rannsóknin 32 milljónir dala. Í skýrslu Mueller kemur fram að rannsakendur hans hafi ekki fundið sannanir fyrir því að framboð Trump hafi átt samráð við Rússa varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar voru lögð fram rök fyrir því í skýrslunni að Trump hafi staðið í vegi réttvísinnar. Þá kom fram þar að vegna stefnu Dómsmálráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta, vildi Mueller ekki leggja mat á það hvort Trump hafi framið glæp. Í skýrslu stóð að þó ekki væri komist að þeirri niðurstöðu, hreinsaði rannsóknin forsetann heldur ekki af sök. Mueller sjálfur ítrekaði það á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í fyrra. Sagði kosningasigur hreinsa forsetann Þegar McEnany var spurð út í ásökun um kynferðisofbeldi gegn Joe Biden og sömuleiðis þær fjölmörgu ásakanir sem hafa verið lagðar fram gegn Donald Trump, brást hún reið við. „Auðvitað munu fjölmiðlar taka mál sem snýr að fyrrverandi varaforseta og snúa því gegn forsetanum og rifja upp fjögurra ára gamlar ásakanir sem búið er að svara í kosningum íbúa Bandaríkjanna," sagði hún. Það er ýmislegt rangt við þessa setningu. Meðal annars það að ein alvarlegasta ásökunin gegn Trump var lögð fram í fyrra. Blaðakonan E. Jean Carroll sakaði hann um nauðgun. Heilt yfir hafa minnst tuttugu konur sakað Trump um kynferðislegt ofbeldi og hann segir þær allar vera að ljúga. Þá hefur Trump haldið því fram að það að hann hafi unnið forsetakosningarnar 2016 fríi hann af allri sök, eins og McEnany virtist gera í gær. Dómskerfi Bandaríkjanna virkar alls ekki á þann hátt, eins og bent er á í umfjöllun Washington Post. Umdeild yfirlýsing um öndunarvélar McEnany hélt því fram á fundinum í gær að enginn hafi dáið í Bandaríkjunum vegna skorts á öndunarvélum, sem eru mikilvægar fyrir fólk sem er alvarlega veikt vegna Covid-19. Trump sjálfur hefur líka haldið þessu fram. Mjög erfitt er að sannreyna þessa staðhæfingu og er alfarið óljóst hvaðan McEnany hefur hana. Minnst 66.045 Bandaríkjamenn hafa dáið úr Covid-19 og til þess að sannreyna það að enginn þeirra hafi ekki geta fengið öndurnarvél vegna skorts þyrfti að skoða hvert einasta sjúkrahús þar sem einhver hefur dáið. Í umfjöllun Washington Post er vísað til frétta annara miðla um að læknar hafi þurft að velja á milli sjúklinga, hver þeirra fengi aðgang að öndunarvél og hver ekki. Það er ef til vill ekki hægt að segja að að McEnany hafi sagt ósatt um það að enginn sem hafi dáið vegna Covid-19 hafi ekki fengið aðgang að öndunarvél, hafi sá þurft þess. Hins vegar er nokkuð ljóst að nánast ómögulegt er fyrir hana að vita það að svo stöddu. Ætla ekki að halda reglulega fundi Ekki er útlit fyrir að McEnany muni halda reglulega blaðamannafundi en heimildarmenn fjölmiðla ytra segja það ekki standa til. New York Times segir þó að Trump hafi verið að kvarta yfir því að hans fólk sé ekki nógu áberandi í því að verja hann og ríkisstjórn hans þessa dagana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira