Benedikt fer yfir hlutabréf leikmanna | Hverjir hækkuðu og hverjir lækkuðu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 22:00 Benedikt Guðmundsson með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. Vísir/Vilhlem Engin úrslitakeppni verður í Domino´s deild karla í vetur vegna kórónufaraldursins. Þar sem deildinni er lokið ákvað Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum Domino´s Körfuboltakvölds að setja saman semmtilegan lista á samfélagsmiðlinum Twitter. Hlutabréf í leikmönnum hækka og lækka eftir hvert tímabil sem hefur áhrif á hvernig samning þeir fá tímabilið eftir. Sem álitsgjafi setti ég saman 10 manna lista af leikmönnum sem hafa annað hvort hækkað eða lækkað eftir veturinn. #dominosdeildin #korfubolti— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) April 30, 2020 Danero Thomas Eftir góða frammistöðu með Þór Akureyri og ÍR í 4 + 1 reglunni hækkaði hann í verði og fékk flottan samning í Skagafirðinum. Hins vegar hafa hlutbréfin í Danero lækkað gríðarlega síðustu tvö tímabil og lið geta fengið betri Bosman-leikmann. Kristófer Acox Eftir tvö MVP [Most Valuable Player] tímabil í röð var Kristófer aðeins skugginn á sjálfum sér í vetur vegna bæði meiðsla og veikinda. Það vita samt allir hvað Kristó getur en hann þarf að ná sér 100% góðum til að bréfin í honum hækki upp í topp aftur. Kristófer Acox var langt frá sínu besta í vetur.Vísir/HBG Sigurður Gunnar Þorsteinsson Eftir að hafa slitið krossband í vetur og misst út allt tímabilið er ég ansi hræddur um að „stærri“ liðin með stóru samningana þori ekki að semja við hann fyrir næsta tímabil og taki dýran Bosman-leikmann frekar. Magnús Traustason Eftir að opnað var á EU-leikmenn hafa mínútur og hlutverk Magnúsar hrunið í Keflavík. Viðar Ágústsson Fyrir örfáum árum var Viðar einn mest spennandi ungi leikmaðurinn sem var að koma upp. Hann fann sig ekki í vetur og hefur pínu staðnað. Er hugsaður sem þristur og D-leikmaður en hitti afskaplega illa í vetur. Viðar Ágústsson í leik með Tindastól gegn KR.Vísir/bára Collin Pryor Eftir að hafa strögglað með Stjörnunni átti Pryor flott tímabil með ÍR og sýndi að gæðin eru þarna. Ég myndi segja að bréfin í honum hafi hækkað töluvert. Tómas Þór Hilmarsson Þvílíkur munur á Tómasi Þór á milli tímabila. Eftir erfitt tímabil í fyrra fannst mér hann virkilega flottur í vetur og horfði maður á hlutabréfin í honum hækka. Sigtryggur Arnar Björnsson Hann er auðvitað búinn að sanna sig undanfarin tímabil og einhverjir spyrja sig eflaust núna af hverju bréfin í honum ættu að hækka eftir þetta tímabil. Það er út af því að hann tók risa skref á sínum ferli og sannaði sig með landsliðinu. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í liði Grindavíkur í vetur.vísir/bára Júlíus Orri Ágústsson Þessi strákur stimplaði sig inn í deildina í vetur og var yngsti íslendingurinn til að skora 10 stig + í vetur. Fékk tækifæri og traust og nýtti það gríðarlega vel. Ástþór Svalason Ég er tilbúinn að veðsetja aleiguna mína og kaupa hlutabréf í þessum unga strák. Í leiksstjórnanda vandræðum Vals í vetur fékk hann stórt hlutverk áður en hann meiddist og skilaði flottri frammistöðu. Fjárfestið í þessum! Íslenski körfuboltinn Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar. Lið þeirra voru nær alveg eins. 2. maí 2020 20:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Engin úrslitakeppni verður í Domino´s deild karla í vetur vegna kórónufaraldursins. Þar sem deildinni er lokið ákvað Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum Domino´s Körfuboltakvölds að setja saman semmtilegan lista á samfélagsmiðlinum Twitter. Hlutabréf í leikmönnum hækka og lækka eftir hvert tímabil sem hefur áhrif á hvernig samning þeir fá tímabilið eftir. Sem álitsgjafi setti ég saman 10 manna lista af leikmönnum sem hafa annað hvort hækkað eða lækkað eftir veturinn. #dominosdeildin #korfubolti— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) April 30, 2020 Danero Thomas Eftir góða frammistöðu með Þór Akureyri og ÍR í 4 + 1 reglunni hækkaði hann í verði og fékk flottan samning í Skagafirðinum. Hins vegar hafa hlutbréfin í Danero lækkað gríðarlega síðustu tvö tímabil og lið geta fengið betri Bosman-leikmann. Kristófer Acox Eftir tvö MVP [Most Valuable Player] tímabil í röð var Kristófer aðeins skugginn á sjálfum sér í vetur vegna bæði meiðsla og veikinda. Það vita samt allir hvað Kristó getur en hann þarf að ná sér 100% góðum til að bréfin í honum hækki upp í topp aftur. Kristófer Acox var langt frá sínu besta í vetur.Vísir/HBG Sigurður Gunnar Þorsteinsson Eftir að hafa slitið krossband í vetur og misst út allt tímabilið er ég ansi hræddur um að „stærri“ liðin með stóru samningana þori ekki að semja við hann fyrir næsta tímabil og taki dýran Bosman-leikmann frekar. Magnús Traustason Eftir að opnað var á EU-leikmenn hafa mínútur og hlutverk Magnúsar hrunið í Keflavík. Viðar Ágústsson Fyrir örfáum árum var Viðar einn mest spennandi ungi leikmaðurinn sem var að koma upp. Hann fann sig ekki í vetur og hefur pínu staðnað. Er hugsaður sem þristur og D-leikmaður en hitti afskaplega illa í vetur. Viðar Ágústsson í leik með Tindastól gegn KR.Vísir/bára Collin Pryor Eftir að hafa strögglað með Stjörnunni átti Pryor flott tímabil með ÍR og sýndi að gæðin eru þarna. Ég myndi segja að bréfin í honum hafi hækkað töluvert. Tómas Þór Hilmarsson Þvílíkur munur á Tómasi Þór á milli tímabila. Eftir erfitt tímabil í fyrra fannst mér hann virkilega flottur í vetur og horfði maður á hlutabréfin í honum hækka. Sigtryggur Arnar Björnsson Hann er auðvitað búinn að sanna sig undanfarin tímabil og einhverjir spyrja sig eflaust núna af hverju bréfin í honum ættu að hækka eftir þetta tímabil. Það er út af því að hann tók risa skref á sínum ferli og sannaði sig með landsliðinu. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í liði Grindavíkur í vetur.vísir/bára Júlíus Orri Ágústsson Þessi strákur stimplaði sig inn í deildina í vetur og var yngsti íslendingurinn til að skora 10 stig + í vetur. Fékk tækifæri og traust og nýtti það gríðarlega vel. Ástþór Svalason Ég er tilbúinn að veðsetja aleiguna mína og kaupa hlutabréf í þessum unga strák. Í leiksstjórnanda vandræðum Vals í vetur fékk hann stórt hlutverk áður en hann meiddist og skilaði flottri frammistöðu. Fjárfestið í þessum!
Íslenski körfuboltinn Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar. Lið þeirra voru nær alveg eins. 2. maí 2020 20:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar. Lið þeirra voru nær alveg eins. 2. maí 2020 20:30