Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 15:14 Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020. Lögreglan Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Sjá meira
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09
Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22