Alltaf áskoranir í löggæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:20 Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira