Innlent

Undir­­búa aukna að­­sókn í Há­­skóla Ís­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm

Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust.

Ríflega fjögur þúsund manns misstu vinnuna í 51 hópuppsögn um þessi mánaðamót. Eftir eiga að koma tölur um uppsagnir hjá minni fyrirtækjum. Þá gaf Vinnumálastofnun út þann 21. apríl að ríflega 50.000 manns væru að fullu eða að hluta á atvinnuleysisbótum. Það má því ætla að tæpur þriðjungur hafi misst að hluta eða fullu vinnuna síðustu mánuði.

Háskóli Íslands ætlar að bjóða upp á sumarnám við skólann til að bregðast við þessum þjóðfélagsaðstæðum. Þá verður sumarvinna í boði fyrir nemendur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að byrjað sé að undirbúa skólaárið sem hefst næsta haust.

„Háskólinn er alveg viðbúinn því að nemendum fjölgi og við höfum sent bréf til ráðuneytisins  að við viljum skoða það,“ segir Jón Atli. „Í hruninu stórjókst aðsóknin um áramótin en nú eru við að búast við því að það gerist í haust.“

Jón Atli segir mikilvægt að skólinn fái aukið fjármagn til að geta sinnt slíku verkefni.

„Við búumst þá við því að það myndi fylgja og vitum að það er mikill velvilji í þá átt. En við gerum okkur líka grein fyrir því að það gefur á í þessum ólgusjó. Við vonumst svo sannarlega til þess að við fáum aukinn stuðning annars væri erfitt að sinna þessu,“ segir Jón Atli.


Tengdar fréttir

Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál

Geðheilbrigðismál eru jafnréttismál. Skortur á sálfræðiþjónustu skerðir aðgang nemenda að námi og getur álag í háskólanámi komið í veg fyrir möguleika þeirra til náms og leitt til brottfalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×