Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2020 11:30 Boeing 767 og 757 Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Fréttirnar eru hafðar eftir ónafngreindum innanbúðarmönnum hjá Boeing en það sem gerir þær trúverðugar er að þær koma frá Reuters, einni virtustu fréttastofu heims. „Mikið var“ hugsa eflaust margir sem fylgst hafa með flotamálum Icelandair og spyrja kannski hvort þessar fréttir hefðu ekki mátt koma 10-15 árum fyrr. Þetta eru einmitt þær flugvélartegundir sem stærsta flugfélag Íslendinga hefur notað um árabil en það er núna með 27 eintök af 757 á skrá og 4 eintök af 767-breiðþotunni. Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Keflavíkurflugvelli. Styttri gerðin er að jafnaði með 184 farþegasæti.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Raunar hefur Boeing 757 verið burðarklár Icelandair í þrjá áratugi. Hækkandi meðalaldur þeirra hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni en í frétt Stöðvar 2 í janúar kom fram að hann væri orðinn 24 ár hjá félaginu: Sjá einnig hér: Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Boeing hætti smíði 757-vélanna árið 2004, fyrir sextán árum, og hefur ekki smíðað 767 sem farþegavél frá árinu 2014. Boeing hefur þó haldið áfram að framleiða 767 sem fraktvél. Reuters segir að til að geta einbeitt sér að lausn 737 MAX-krísunnar hafi Boeing í janúar lagt á hilluna áform um að þróa nýja vél af millistærð, sem það sjálft kallaði NMA (New Midsized Airplane) en flugáhugamenn nefndu Boeing 797. Sú vél var hugsuð til að leysa af bæði 757 og 767 og var nefnd sem álitlegur valkostur hjá Icelandair-mönnum í viðtali á Stöð 2 fyrir þremur árum: Sjá einnig hér: Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Í frétt Reuters kemur fram að Boeing skoði núna annarsvegar nýja útgáfu af vél í líkingu við Boeing 757 ásamt uppfærslu á Boeing 767-breiðþotunni, með sparneytnari hreyflum og jafnvel nýrri vænghönnun. Vitnað er til þess að flugfréttasíðan Flightglobal hafi í október birt frétt þess efnis að Boeing væri í viðræðum við hreyflaframleiðandann General Electric um hreyfla fyrir „767-X“. Boeing 767 þota í lendingu. Þær eru að jafnaði með 262 farþegasæti hjá Icelandair.Skjáskot/Youtube. Nýrri 757 er ætlað að mæta miklum vinsældum Airbus A321 og segir einn heimildarmaður Reuters að farið sé að nefna hana „757-Plus“. Hún yrði með lengra flugdrægi og eitthvað fleiri sætum. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því í fyrra að félagið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina: Í fyrsta lagi að halda óbreyttri stefnu með MAX-vélum og síðan 757 og 767 fram til ársins 2025, hið minnsta. Í öðru lagi að halda MAX-vélunum en bæta við Airbus A321. Í þriðja lagi að skipta algerlega yfir í Airbus: Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Icelandair hugðist taka ákvörðun um endurnýjun flugflotans síðastliðið haust en henni hefur síðan ítrekað verið slegið á frest vegna óvissu um endurkomu MAX-vélanna. Núna þegar kórónukrísan hefur bæst við, og félagið rær lífróður, má ljóst vera að ráðamenn þess hafa um allt annað að hugsa næstu vikurnar en hvaða flugvélar eigi að kaupa. Takist hins vegar að endurreisa Icelandair blasir við að þar á bæ fýsir menn að vita meira um hugmyndir Boeing um endurnýjaðar 757 og 767-vélar. Sjá einnig hér: Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Boeing Icelandair Airbus Fréttir af flugi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Fréttirnar eru hafðar eftir ónafngreindum innanbúðarmönnum hjá Boeing en það sem gerir þær trúverðugar er að þær koma frá Reuters, einni virtustu fréttastofu heims. „Mikið var“ hugsa eflaust margir sem fylgst hafa með flotamálum Icelandair og spyrja kannski hvort þessar fréttir hefðu ekki mátt koma 10-15 árum fyrr. Þetta eru einmitt þær flugvélartegundir sem stærsta flugfélag Íslendinga hefur notað um árabil en það er núna með 27 eintök af 757 á skrá og 4 eintök af 767-breiðþotunni. Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Keflavíkurflugvelli. Styttri gerðin er að jafnaði með 184 farþegasæti.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Raunar hefur Boeing 757 verið burðarklár Icelandair í þrjá áratugi. Hækkandi meðalaldur þeirra hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni en í frétt Stöðvar 2 í janúar kom fram að hann væri orðinn 24 ár hjá félaginu: Sjá einnig hér: Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Boeing hætti smíði 757-vélanna árið 2004, fyrir sextán árum, og hefur ekki smíðað 767 sem farþegavél frá árinu 2014. Boeing hefur þó haldið áfram að framleiða 767 sem fraktvél. Reuters segir að til að geta einbeitt sér að lausn 737 MAX-krísunnar hafi Boeing í janúar lagt á hilluna áform um að þróa nýja vél af millistærð, sem það sjálft kallaði NMA (New Midsized Airplane) en flugáhugamenn nefndu Boeing 797. Sú vél var hugsuð til að leysa af bæði 757 og 767 og var nefnd sem álitlegur valkostur hjá Icelandair-mönnum í viðtali á Stöð 2 fyrir þremur árum: Sjá einnig hér: Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Í frétt Reuters kemur fram að Boeing skoði núna annarsvegar nýja útgáfu af vél í líkingu við Boeing 757 ásamt uppfærslu á Boeing 767-breiðþotunni, með sparneytnari hreyflum og jafnvel nýrri vænghönnun. Vitnað er til þess að flugfréttasíðan Flightglobal hafi í október birt frétt þess efnis að Boeing væri í viðræðum við hreyflaframleiðandann General Electric um hreyfla fyrir „767-X“. Boeing 767 þota í lendingu. Þær eru að jafnaði með 262 farþegasæti hjá Icelandair.Skjáskot/Youtube. Nýrri 757 er ætlað að mæta miklum vinsældum Airbus A321 og segir einn heimildarmaður Reuters að farið sé að nefna hana „757-Plus“. Hún yrði með lengra flugdrægi og eitthvað fleiri sætum. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því í fyrra að félagið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina: Í fyrsta lagi að halda óbreyttri stefnu með MAX-vélum og síðan 757 og 767 fram til ársins 2025, hið minnsta. Í öðru lagi að halda MAX-vélunum en bæta við Airbus A321. Í þriðja lagi að skipta algerlega yfir í Airbus: Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Icelandair hugðist taka ákvörðun um endurnýjun flugflotans síðastliðið haust en henni hefur síðan ítrekað verið slegið á frest vegna óvissu um endurkomu MAX-vélanna. Núna þegar kórónukrísan hefur bæst við, og félagið rær lífróður, má ljóst vera að ráðamenn þess hafa um allt annað að hugsa næstu vikurnar en hvaða flugvélar eigi að kaupa. Takist hins vegar að endurreisa Icelandair blasir við að þar á bæ fýsir menn að vita meira um hugmyndir Boeing um endurnýjaðar 757 og 767-vélar. Sjá einnig hér: Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu
Boeing Icelandair Airbus Fréttir af flugi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira